Sprengingar í nokkrum úkraínskum borgum
FréttirFyrr í morgun urðu nokkrar öflugar sprengingar í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og fyrir stundu bárust fregnir af sprengingum í Lviv, Ternopil og Dnipro. Lviv og Ternopil eru í vesturhluta landsins en Dnipro, þar sem um ein milljón býr, er í miðju landinu. Ekki er útilokað að þetta séu hefndaraðgerðir Rússa vegna sprengingarinnar á Kerch brúnni á laugardaginn.
Pútín-ráðgátan verður sífellt stærri
FréttirÁ föstudaginn fagnaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sjötugsafmæli sínu. En sagan um forsetann verður sífellt dularfyllri. Það er erfitt að festa hendur á Pútín hvað varðar það sem hann gerir og hvað hann vill. Jakob Tolstrup, sem sérhæfir sig í rannsóknum á rússneskum utanríkismálum og starfar hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að erfitt sé að lesa í Pútín og stöðu hans. „Vandinn er Lesa meira
Sprengingar í Kyiv
FréttirNokkrar sprengingar urðu í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, nú í morgunsárið. Úkraínskir fjölmiðlar og embættismenn skýra frá þessu. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri, birti yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30, að staðartíma, þar sem hann sagði að nokkrar sprengingar hafi orðið í Shevchenkiv hverfinu í miðborginni. Hann sagði að frekar upplýsingar komi síðar. AP segir að öflugar sprengingar hafi orðið eftir að það heyrðist Lesa meira
Segir Kremlverja „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að beita ekki kjarnorkuvopnum
FréttirRússnesk stjórnvöld „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að kjarnorkuvopnum verði ekki beitt. Vladímír Pútín, forseti, hefur haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum og hefur varað Vesturlönd við því að árás á Rússland geti verið svarað með beitingu kjarnorkuvopna. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að afstaða rússneskra stjórnvalda um að aldrei megi koma til kjarnorkustríðs Lesa meira
Krefjast greiðslu eftir að hafa verið kvaddir í herinn – Myndband
FréttirHópur karlmanna, frá Omsk í suðvesturhluta Rússlands, hefur krafið stjórnvöld um greiðslu til handa þeim sem hafa verið kvaddir í herinn að undanförnu. Í myndbandi, sem var birt á vef SOTA, segjast mennirnir hafa skilið fjölskyldur sínar eftir heima til að sinna herkvaðningunni. Einn þeirra ávarpar staðaryfirvöld og segir: „Við erum með spurningu – í fyrsta lagi, fá Lesa meira
Vísar því á bug að 700.000 Rússar hafi flúið land
FréttirDmitry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, vísar því á bug að 700.000 Rússar hafi flúði land eftir að Pútín tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna sem eiga að fara á vígvöllinn í Úkraínu. The Guardian segir að á fréttamannafundi í gær hafi Peskov sagt að hann hafi ekki nákvæmar tölur um hversu margir hafi yfirgefið Rússland síðan tilkynnt var um herkvaðninguna en hafi þvertekið fyrir að Lesa meira
Rússar eru sagðir vera stærstu vopnabirgjar Úkraínumanna
FréttirÁ síðustu vikum hafa rússneskar hersveitir neyðst til að skilja mikið magn skriðdreka og annarra vopna eftir á flótta sínum undan úkraínskum hersveitum. Þegar litið er yfir allt stríðið í heild þá eru Rússar efstir á blaði yfir þá sem hafa „útvegað“ úkraínska hernum þungavopn. Wall Street Journal skýrir frá þessu.
Evrópuríki senda enn fleiri hergögn til Úkraínu
FréttirEmmanuel Macron, Frakklandsforseti, segir að Evrópuríki muni senda enn fleiri hergögn til Úkraínu til notkunar í stríðinu við Rússa. Hann sagði þetta á fundi í Prag í Tékklandi. Meðal vopnanna verða fleiri stórskotaliðsbyssur. Macron sagði að verið væri að vinna úr nokkrum beiðnum Úkraínumanna um ákveðin vopn, þar á meðal stórskotaliðsbyssur. Í síðustu viku tilkynntu Rússar um innlimun fjögurra úkraínskra Lesa meira
Örvænting grípur um sig í Kherson – Embættismaður sagði varnarmálaráðherranum að skjóta sjálfan sig
FréttirÖrvænting virðist hafa gripið um sig á þeim svæðum sem Rússar hafa á valdi sínu í Úkraínu. Ástæðan er sókn úkraínska hersins sem hefur hrakið þann rússneska frá mörgum bæjum og borgum og náð stórum landsvæðum úr klóm Rússa. Í Kherson er Úkraínumaðurnn Kirill Stremousov einn af æðstu embættismönnunum í leppstjórn Rússa. Hann er greinilega óttasleginn og ósáttur við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því Lesa meira
Bandaríkin gefa Úkraínu 55 milljónir dollara til að halda hita á þjóðinni
FréttirBandaríski alþjóðaþróunarsjóðurinn, USAID, hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 55 milljónir dollara í Úkraínu. Fjármagnið fer til fjárfestinga í hitaveitum til að þetta stríðshrjáða land geti undirbúið sig undir hina köldu vetrarmánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Peningarnir fara í útbúnað sem á að tryggja húshitun víða í landinu. Munu sjö milljónir Úkraínubúa, í 19 Lesa meira