Þriðjudagur 12.nóvember 2019

Þjóðkirkjan

Þjóðkirkjan sjái sjálf um innheimtu sóknargjalda sinna

Þjóðkirkjan sjái sjálf um innheimtu sóknargjalda sinna

Eyjan
31.05.2019

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður  frumvarps til laga sem kveður á um brottfall og breytingu á ýmsum lögum og ákvæðum um presta, trúfélög og lífsskoðunarfélög, sem lúta einnig að sjálfsstæði þjóðkirkjunnar. Stærsta breytingin er niðurfelling laga um sóknargjöld, en í stað þess að ríkið innheimti þau með hlutfalli af skatttekjum, þurfa trúfélög Lesa meira

Kvenprestar vilja ekki fyrirgefa – Hvetja til sniðgöngu á séra Ólafi

Kvenprestar vilja ekki fyrirgefa – Hvetja til sniðgöngu á séra Ólafi

Eyjan
23.05.2019

Séra Ólafur Jóhannsson, fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju, var leystur frá störfum af biskupi í desember fyrir að áreita fimm konur kynferðislega, en hann hafði verið í leyfi frá því 2017 þegar ásakanir kvennanna komu fram. Stjórnvöld komust að því að biskupi hefði ekki verið heimilt að leysa Ólaf frá störfum. Fær Ólafur því greidd laun Lesa meira

Ysta hægrið sækir að Þjóðkirkjunni: „Sporléttir með skeinipappírinn“

Ysta hægrið sækir að Þjóðkirkjunni: „Sporléttir með skeinipappírinn“

23.03.2019

Sá stuðningur og aðstoð sem Þjóðkirkjan hefur veitt hælisleitendum sem mótmæltu við Austurvöll hefur valdið miklu kurri yst á hægri vængnum. Vanalega er það sá hópur sem styður kirkjuna hvað dyggast. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði Dómkirkjuna almenningsnáðhús. Hinn þekkti bloggari og tollari Guðbjörn Guðbjörnsson sagði sig úr Þjóðkirkjunni með látum. Hann sagði: „hef nákvæmlega Lesa meira

Séra Toshiki Toma: „Enginn í neyð hér á landi vegna flóttafólks“

Séra Toshiki Toma: „Enginn í neyð hér á landi vegna flóttafólks“

Eyjan
23.03.2019

Málefni útlendinga hafa verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Í þeirri umræðu hefur séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, tekið virkan þátt og lagt sín lóð á vogarskálarnar. DV ræddi við Toshiki um uppvöxtinn í Japan, komuna til Íslands og hvernig málefni útlendinga hafa þróast síðan hann kom hingað fyrir 27 árum. Þetta er brot úr stóru viðtali Lesa meira

Bjór í kirkjunni

Bjór í kirkjunni

01.03.2019

Flóttinn úr Þjóðkirkjunni hefur verið mjög hraður undanfarin misseri. Í haust fór hlutfallið í fyrsta skipti undir 60 prósent. Ástæðurnar eru margþættar, þar á meðal fjölgun innflytjenda, reiði vegna þöggunar kynferðisbrota presta og aukið menntunarstig þjóðarinnar. Kirkjan reynir veikum mætti að berjast gegn þessari þróun til að halda í tilverurétt sinn á fjárlögum. Nýjasta útspilið Lesa meira

Guðmundur Örn missti stöðuna eftir tal um djöfulinn

Guðmundur Örn missti stöðuna eftir tal um djöfulinn

17.02.2019

Guðmundur Örn Ragnarsson var nýlega gestur í Paradísarheimt, þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar á RÚV. Þar vakti hann undrun og hneykslun margra vegna tals um „kynvillulög“, það er um giftingu samkynhneigðra. Fyrir tæpu ári kom hann landsmönnum spánskt fyrir sjónir þegar hann tók viðtal við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og sagði hann útvalinn af guði. Skoðanir Guðmundar Lesa meira

Ólafur Skúlason vildi stöðva barnatímann

Ólafur Skúlason vildi stöðva barnatímann

Fókus
03.02.2019

Árið 1986 var einokun Ríkisútvarpsins á ljósvakamiðlum afnumin. Þann 9. október þetta ár hóf Stöð 2 útsendingar og breyttust þá margar venjur sem ríkt höfðu lengi á Íslandi. Til dæmis var sjónvarpað á fimmtudögum og barnaefni var sýnt á sunnudagsmorgnum. Kirkjunnar menn voru ósáttir við síðarnefndu breytinguna og mótmæltu harðlega. Samkeppni guðsorðs og skrípamynda Í mars mánuði Lesa meira

Prestar fengu rúmlega 620 milljónir greiddar vegna rekstrarkostnaðar embætta sinna

Prestar fengu rúmlega 620 milljónir greiddar vegna rekstrarkostnaðar embætta sinna

Fréttir
28.01.2019

Prestar Þjóðkirkjunnar fengu tæplega 620 milljónir greiddar í rekstrarkostnað embætta sinna á árunum 2013-2017. Stærsti hluti upphæðarinnar, eða 317 milljónir, er bifreiðastyrkur. Þessar greiðslur bætast við laun presta sem voru ákvörðuð af kjararáði. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að þessar upplýsingar komi fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Lesa meira

Biskup sagði kirkju vanhelgaða vegna giftingar

Biskup sagði kirkju vanhelgaða vegna giftingar

Fókus
30.12.2018

Sumarið 1967 varð mikil ólga innan íslensku þjóðkirkjunnar þegar hjónavígsla að sið bahaía fór fram í Árbæjarkirkju. Sigurbjörn Einarsson biskup setti sig upp á móti athöfninni og Sigurður Pálsson vígslubiskup sagði að kirkjan væri vanhelguð.   Falleg en framandi athöfn Þann 17. ágúst árið 1967 greindi Morgunblaðið frá því að hjón hefðu verið gefin saman Lesa meira

Tímavélin: Messufall vegna ölvunar séra Jóns og Sigurðar

Tímavélin: Messufall vegna ölvunar séra Jóns og Sigurðar

Fókus
09.12.2018

Árið 1734 var nokkuð strembið fyrir íslensku kirkjuna og trúverðugleika hennar. Tveir prestar gerðust þá sekir um að koma fram í guðsþjónustu mjög ölvaðir. Svo ölvaðir að þeir ultu niður á kirkjugólfið og gátu ekki haldið áfram.   Datt og gleymdi að helga vínið Jón Þórðarson var prestur á Söndum til nærri þrjátíu ára. Hann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af