fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Agnes vígði ungprest þrátt fyrir óvissu um stöðu – Vígslan sé guðfræðileg

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 14:00

Frá vígslunni í Dómkirkjunni í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Sigurðardóttir vígði ungprestinn Daníel Ágúst Gautason í Dómkirkjunni í gær, sunnudag. Óvissa ríkir um stöðu hennar og embættisverk eftir úrskurð Úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar fyrir viku síðan.

Að sögn Péturs Markan biskupsritara er prestvígslan fyrst og fremst guðfræðilegs eðlis en ekki stjórnsýslulegs. Daníel verður ekki í ráðningarsambandi við Þjóðkirkjuna heldur Fossvogsprestakall. En Pétur var spurður hvers vegna Agnes væri enn þá að sinna embættisverkum og hvort að kirkjan hefði ekki áhyggjur af því að vígla séra Daníels væri ógild.

Kristján staddur í Dómkirkjunni

Mánudaginn 16. október komst Úrskurðarnefndin að því að biskupstíð Agnesar hefði runnið út 30. júní árið 2022. Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur sagt að það hafi verið biskupslaust og öll embættisverk Agnesar síðan þá séu í uppnámi. Meðal annars vígslur presta sem síðan hafa gift fólk, skírt og framkvæmt aðrar athafnir.

Agnes hefur vígt tugi presta á þessu tímabili og einn vígslubiskup, Gísla Gunnarsson á Hólum. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, var vígður fyrir fimm árum en hann segist geta tekið við embættisstörfum biskups sé hann beðinn um það eða að Agnes stigi til hliðar.

Kristján var viðstaddur vígslu Daníels í Dómkirkjunni í gær. Hvað svosum má lesa í það.

Kirkjuþings bíður verkefni

„Það er fyrst og fremst gleðileg stund þegar við vígjum presta til þjónustu,“ segir Pétur. Bendir hann á að árið 1996 hafi Sigurbjörn Einarsson vígt prest, 15 árum eftir að hann hætti sem biskup Íslands. Þó að Sigurbjörn hafi ekki verið starfandi biskup á þeim tíma hafi hann verið vígður sem slíkur.

Sjá einnig:

Fleiri en Agnes blessuðu Gísla á Hólum – „Ég lagði hönd yfir hann líka þannig að þetta var alveg öruggt“

Vígslan sem slík hafi því ekkert stjórnsýslulegt gildi.

Þjóðkirkjan sé hins vegar meðvituð um að upp sé komin flókin stjórnsýslustaða eftir úrskurð nefndarinnar fyrir viku. Úrskurð sem Agnes hefur sagst ætla að skjóta til dómstóla til að skera úr um en hún hefur ekki stigið til hliðar vegna málsins.

Mikil vinna er fram undan við að leysa úr þessu máli. Kirkjuþing kemur saman í lok mánaðar og þess bíður verðugt verkefni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni