Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa í nágrenni kirkjugarðsins í Gufunesi. Kærði íbúinn ákvörðun skipulagsyfirvalda í Reykjavík frá árinu 2000 en þá var deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs breytt í því skyni að heimila að komið yrði upp bálstofu en það hefur hins vegar ekki verið gert þar til að hreyfing komst á málið fyrr Lesa meira
Samningur Aþenu við borgina í höfn en tilfinningar Brynjars Karls blendnar
FréttirSamningur körfuboltafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um afnot af íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti hefur verið endurnýjaður. Lengi leit út fyrir að ekkert yrði af samningnum og að starfsemi Aþenu myndi leggjast af en liðsmenn félagsins þrýstu mjög á borgina um að endurnýja hann. Brynjar Karl Sigurðsson stjórnarmaður í félaginu og þjálfari meistaraflokks kvenna hefur farið Lesa meira
Nágrannaerjur í Vesturbænum – Borgin setur fram kröfur í málinu en ætlar ekki að fylgja þeim eftir
FréttirHúseigendur í vesturbæ Reykjavíkur hafi kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar að grípa ekki til þvingunarúrræða gegn eigendum hússins við hliðina en þeir settu upp girðingu á lóðamörkum húsanna án samþykkis kærendanna. Hefur byggingarfulltrúinn samt sem áður krafist þess að girðingin verði fjarlægð en ekki virðist standa til að fylgja kröfunum Lesa meira
Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn
EyjanHaukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur færir rök fyrir því í grein í Morgunblaðinu í dag að Reykjavíkurborg eigi bótarétt á hendur ríkinu þar sem hún geti ekki nýtt landið sem Reykjavíkurflugvöllur stendur á undir íbúðabyggð. Haukur vekur athygli á grein sinni á samfélagsmiðlum. Hann segir bótaréttinn byggja á því að raunverulegt tjón hljótist af því að borgin Lesa meira
Kópavogur fékk sekt fyrir að brjóta lög en fær hana endurgreidda
FréttirPersónuvernd hefur afturkallað hluta ákvörðunar stofnunarinnar frá 2023 sem beindist að Kópavogsbæ. Komst stofnunin þá að þeirri niðurstöðu að notkun bæjarins á svokallaðri Seesaw-kennslulausn í grunnskólum bæjarins samræmdist ekki lögum um persónuvernd og lagði stjórnvaldssekt á bæinn. Stofnunin ákvað hins vegar að taka málið upp að nýju í kjölfar dóms Hæstaréttar en hluti af afturkölluninni Lesa meira
Greiðslufyrirkomulag við sölu Perlunnar enn gagnrýnt – Segja um verulegan afslátt að ræða
FréttirSjálfstæðismenn gagnrýndu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær enn á ný greiðslufyrirkomulag þess fjár sem borgin fær greitt fyrir sölu á Perlunni til Perlunnar þróunarfélags ehf. Minna þeir á að samningurinn kveði á um seljendalán af hálfu borgarinnar á mun hagstæðari kjörum en almennt bjóðist á markaði og borginni sjálfri bjóðist. Vilja þeir einnig meina Lesa meira
Fær engar bætur vegna slyss í Laugardalslaug fyrir 15 árum – Málsmeðferðin fyrir héraðsdómi tók sjö ár
FréttirLandsréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns gegn Reykjavíkurborg. Maðurinn stefndi borginni til greiðslu bóta eftir að hafa runnið á flísum í innilaug Laugardalslaugar sumarið 2010 og hlotið af því töluvert líkamstjón. Var talið að honum hefði ekki tekist að sanna að flísarnar hefðu verið flughálar og þar með vanbúnar. Landsréttur gerir sérstaka Lesa meira
Segir líf Aþenu hanga á bláþræði
FréttirBrynjar Karl Sigurðsson þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá íþróttafélaginu Aþenu segir að eins og staðan er í dag verði starfsemi félagsins lögð niður þar sem ekkert gangi að semja við Reykjavíkurborg um áframhaldandi notkun á viðeigandi húsnæði en félagið hefur verið að nýta íþróttahúsið í Austurbergi í Breiðholti. Brynjar greinir frá þessu í nýrri Lesa meira
Hóf framkvæmdir eftir jákvæða umsögn frá Reykjavíkurborg en síðan kom annað hljóð í strokkinn
FréttirHúseigandi í miðborg Reykjavíkur hefur kært synjun borgarinnar á umsókn um leyfi til að breyta húsinu úr íbúðarhúsnæði í gististað, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en upphaflega var tekið jákvætt í erindið og hóf eigandinn þá þegar nauðsynlegar framkvæmdir. Í kærunni er einnig vísað til þess að sams konar leyfi hafi verið veitt vegna hússins Lesa meira
Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
FréttirBorgarráð samþykkti í morgun að selja Perluna og þar að auki tvo tanka undir henni sem hýsa safn og stjörnuver, fyrir samtals 3,5 milljarða króna. Fulltrúar í minnihluta ráðsins segjast styðja að Perlan verði seld en gagnrýndu meðal annars greiðslufyrirkomulagið en kaupandinn mun greiða fyrir mannvirkið í 13 árlegum greiðslum fram til 2039. Sömuleiðis gagnrýndu Lesa meira