Prótókollstjórinn Hanna Birna
Orðið á götunni er að þörfin á samskiptareglustjóra hafi verið áþreifanleg á dögunum. Samskiptareglustjóri er annað orð yfir starfsheitið prótókollstjóri, en einn slíkur starfar í utanríkisráðuneytinu. Hann sér meðal annars um að halda í heiðri allskyns venjum og samskiptareglum og er sérfræðingur í að raða háttsettum gestum til borðs. Haldið var veglegt heimsþing WPL samtakanna Lesa meira
Möguleg magalending
Orðið á götunni er að Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrum eigandi Landsbankans, muni taka yfir flugfélagið WOW fyrr en síðar á þessu ári. Björgúlfur er sagður hafa ábyrgst 10 milljarða króna lán til Skúla Mogensen, en flugfélag hans er sagt standa á brauðfótum vegna fjárfestinga undanfarið, bæði á nýjum flugvélum sem og uppbyggingu hótels á Kársnesi Lesa meira
Prinsipp eða peningar
Orðið á götunni er að Frjáls verslun gæti hafa gefið út sitt síðasta tekjublað. Í október síðastliðnum keypti Myllusetur, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, tímaritið af börnum Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra sem gaf út tímaritið áður en hann reyndi fyrir sér í stjórnmálum. Tekjublað Frjálsrar verslunar er án efa það mest lesna af tölublöðum Lesa meira
Jónshús
Orðið á götunni er að á jólahlaðborði 365 á dögunum, hafi Jón Ásgeir Jóhannesson talað af sér. Forsaga málsins er sú, að á sínum tíma, gaf þáverandi forstjóri Norðurljósa, Jón Ólafsson, starfsmannafélaginu veglegan sumarbústað, starfsmönnum sínum til ánægju og yndisauka. Var húsið nefnt Jónshús og gegnir því nafni enn. Eignarhald hússins við eigendaskipti og alla Lesa meira
Orðuveitingar
Orðið á götunni er að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, muni loksins þiggja Fálkaorðuna um næstu áramót úr hendi Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Jóhanna hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, gaf nýverið út ævisögu sína auk þess sem heimildarmynd um hana var sýnd á RÚV á dögunum. Jóhanna hefur afþakkað Fálkaorðuna þrívegis og má leiða Lesa meira
Hrókeringar
Orðið á götunni er að til greina komi að hrókera ráðherrastólum á kjörtímabilinu. Ljóst er að ákvörðunin um að fá Guðmund Inga Guðbrandsson í umhverfisráðuneytið var tekin í flýti til að lægja öldurnar í þingflokki Vinstri grænna. Ef Mummi, eins og hann er kallaður, verður til vandræða verður því hæglega hægt að fjarlægja hann úr Lesa meira
Fórnað á altari heilbrigðismálanna
Orðið á götunni er að ráðherrakapall Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna sé um það bil að ganga upp. Miðað við nýjustu upplýsingar fær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðuneytið og Bjarni Benediktsson fjármálaráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að losa sig við einn ráðherra til að koma Vinstri grænum og Framsóknarflokknum fyrir, mun því annað hvort Kristján Þór Júlíusson eða Lesa meira
Skjálfa á beinunum
Orðið á götunni er að margir valdamenn skjálfi nú á beinunum í kjölfar þess að stjórnmálakonur í hundraða tali stigu fram gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Krafan er hávær um að nafngreina menn sem hafa áreitt konur og telja því margir aðeins tímaspursmál þangað til einstaka menn verða dregnir fram í sviðljósið, sakaðir um óeðlilega Lesa meira
Milli steins og sleggju
Orðið á götunni er að það sem helst standi í vegi fyrir stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé orðalagið, en vanda þarf orðavalið vel til að fá þingflokkana þrjá til að ekki aðeins styðja myndun ríkisstjórnarinnar, heldur til að halda henni á lífi til ársins 2021. Þeir sem þekkja til segja að Katrín hafi Lesa meira
Stólaleikurinn að hefjast
Orðið á götunni er að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í viðræður með VG og Framsókn, muni Bjarni Benediktsson vera tilbúinn til þess að láta Katrínu Jakobsdóttur eftir forsætisráðuneytið. Hinsvegar geri hann kröfu um að Sjálfstæðisflokkurinn fái þá þeim mun fleiri ráðuneyti önnur og líklegt telst að hann ásælist fjármála- og efnahagsráðuneytið, innanríkisráðuneytið, atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, Lesa meira