fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Eyjan
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 12:30

Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mestu tíðindi nýrrar Gallup-könnunar fyrir RÚV eru þau að Vinstri græn mælast með minnsta fylgi flokksins frá upphafi mælinga eða 4,4 prósent sem leiddi til þess að flokkurinn kæmi ekki fulltrúum á Alþingi. Með því lyki þeirri tilraun sem gerð var með Vinstri græn sem arftaka Alþýðubandalagsins. Flokkurinn átti blómatíma sinn við hrunið árið 2008 og þá nutu sterkir leiðtogar sín við erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu, þeir Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Svo fór að halla undan fæti eftir ömurlega vinstri stjórn 2009 til 2013 og þá var Katrínu Jakobsdóttur falin forystan.

Orðið á götunni er að með flótta Katrínar úr hinu sökkvandi skipi hafi örlög Vinstri grænna verið ráðin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kjörinn varaformaður flokksins, þurfti þá að taka við formennsku Vinstri grænna en fátt bendir til þess að hann geti leitt flokkinn til neins árangurs. Þessi nýja Gallup-könnun sýnir leiðina liggja niður á við og því verður hlutverk Guðmundar Inga einungis að leiða flokkinn lokaskrefin – eins dapurlegt hlutskipti og það nú er.

Fylgi við ríkisstjórnina dregst enn saman og er nú komið í 30 prósent en var 33 prósent fyrir mánuði. Könnun Gallups er mjög stór og var unnin jafnt og þétt allan mánuðinn en 5.000 kjósendur svöruðu sem er mjög hátt hlutfall í litlu samfélagi. Þetta hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir stjórnarflokkana þrjá sem endurnýjuðu heit sín með miklum lúðrablæstri og stórum yfirlýsingum í byrjun mánaðarins. Kjósendur virðast vera búnir að missa alla trú á getur flokkanna til að ná viðunandi árangri. Ætla má að þessi niðurstaða sýni að krafa kjósenda er að núverandi ríkisstjórn rými sem fyrst til þannig að nýtt fólk komist að til að rjúfa hér þá kyrrstöðu sem ríkt hefur á allt of mörgum sviðum.

Í könnun Gallups heldur Samfylkingin 30 prósenta fylgi sem gæfi flokknum 20 þingmenn ef það yrðu úrslit kosninganna. Það yrði ævintýralegur árangur en Samfylkingin hefur nú sex þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 12 þingmenn, Miðflokkur níu, Píratar sex menn kjörna og Viðreisn og Flokkur fólksins fengju fimm þingmenn kjörna á þing, hvor flokkur.

Orðið á götunni er að miðað við þessa niðurstöðu myndi blasa við að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fengi umboð til að mynda ríkisstjórn miðjuflokka. Vænlegasti kostur hennar yrði að nota svonefnt „Reykjavíkurmódel“, stjórn þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þá yrði um að ræða meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Einnig kæmi til greina að taka Flokk fólksins inn í stað Framsóknar en þá væri hægt að gefa öllum núverandi ríkisstjórnarflokkum langþráða hvíld.

Miðað við þessa nýjustu könnun yrðu yfirburðir Samfylkingar svo miklir að flokkurinn hlyti að taka helstu embætti ríkisstjórnarinnar en gæti rétt smáflokkunum valin embætti. Kristrún yrði sjálfsagður forsætisráðherra og flokkurinn gæti einnig gert tilkall til að fá fjármálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og sitthvað fleira. Óskandi væri að ný ríkisstjórn fækkaði ráðuneytum og ráðherrum en þeir eru nú 12 talsins sem er mikill óþarfi. Lengi vel voru ráðherrar 10 talsins og ekki verður séð að landinu hafi verið verr stjórnað við þær aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“