Nýja vinstrið steytir á skeri í Grikklandi
EyjanKosningar í Grikklandi 20. september munu ekki leysa neinn vanda – líklega fremur auka á hann. Nú situr bráðabirgðastjórn undir forystu Vassiliki Thanou, hún er hæstaréttardómari og fyrsta kona til að verða forsætisráðherra í Grikklandi. En hún ræður auðvitað ekki neinu, vandinn verður að mynda stjórn eftir kosningarnar. Alexis Tsipras er enn vinsæll, flokki hans Lesa meira
Hvað getur hreyft við okkur?
EyjanEvrópa horfir upp á versta flóttamannavanda sinn frá því í seinni heimsstyrjöld. Stríð og óstöðugleiki í Miðausturlöndum reka fólk af stað – og það bætist við flóttamannastrauminn sem hefur verið upp í gegnum Afríku og út á Miðjarðarhaf. Við horfðum upp á gríðarlegan straum flóttamanna á tíma stríðs í gömlu Júgóslavíu, en nú er ástandið Lesa meira
Ógn, en kannski ekki sú allramesta
EyjanÉg deili áhyggjum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar af byggingum í miðborginni – og sérstaklega þeirri áráttu að nýta byggingarrétt út í ystu lóðamörk þannig að hús verða beinlínis ólöguleg og ljót en samræmi og fagurfræði er gefið langt nef. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að gera eins og í borgum þar sem eru Lesa meira
Einkabílarnir og byggingarlandið
EyjanÍ gær ók ég um Kjalarnes í hávaðaroki. Kjalarnes er ljómandi fallegt þar sem það kúrir við Esjurætur, ein af Íslendingasögunum dregur nafn af því, en það verður að segjast eins og er Kjalarnes er afar vindasamur staður. Það var miklu hvassara á Kjalarnesi en annars staðar sem við ókum um á leið frá Akureyri. Lesa meira
Noregur og Kanada í niðursveiflu – snúa Íslendingar aftur heim?
EyjanTvö ríki á Vesturlöndum stóðu betur af sér kreppuna 2008 en flest önnur, Noregur og Kanada. Bæði eru olíuríki, hafa sífellt orðið háð olíugróða – í Kanada er það svo að olíuiðnaðurinn hefur ráðið lögum og lofum um nokkurt skeið, Norðmenn þykja til fyrirmyndar um hvernig þeir hafa ávaxtað olíupeningana, sett í risastóran sjóð, sem Lesa meira
Réttmæt gagnrýni Sigmundar Davíðs
EyjanÞað verður að segjast eins og er að margt er hæft í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaussonar forsætisráðherra á þróun skipulagsmála í miðborginni í Reykjavík. Hér á þessum vef hefur áður verið vakin athygli á stórkarlalegum áformum um byggingar á mótum Vonarstrætis og Lækjargögu – þar er byggt á því sem er árátta í samfélagi þar Lesa meira
Umræða án stjórnenda
EyjanÉg les að háskólakennari á Akureyri nefnir mig og einhverja fleiri sem skuggastjórnendur umræðu á Íslandi. Þetta er sérkennileg kenning og býsna langsótt. Eins og staðan er fjölmiðlum og þó aðallega á samskiptamiðlum er ljóst að enginn stjórnar umræðunni. Mogginn gat það í eina tíð – altént fyrir ákveðinn hóp. Þjóðfélagsumræðan núna er eins og Lesa meira
Sjötugur meistari laga og texta
EyjanMagnús Eiríksson er sjötugur í dag. Við hyllum einn frábærasta lagahöfund Íslands. Magnús kom með alveg nýjan tón inn í íslenska dægurmúsík með fyrstu plötum Mannakorns. Lögin voru grípandi og töff, og textarnir voru á góðri íslensku. Þeir voru blátt áfram, sögðu oft litlar og sniðugar sögur. Á plötunum voru hugljúf lög, ástarlög, dúndrandi rokklög, Lesa meira
Fangelsiskerfið bandaríska – og Guðmundur Grímsson dómari
EyjanFangelsi í Bandaríkjunum eru sum einkarekin, það er hægt að tala um fangelsisiðnað þar, eins ógeðslegt og það kann að hljóma. Fjölgun fanga í Bandaríkjunum hefur verið stöðug í mörg ár, ekkert land læsir jafnmarga þegna sína inni – og oft fyrir einhverjar smásakir. En margir hafa fjárfest í fangelsisiðnaðinum og græða á því. 25 Lesa meira
Heita Akureyri
EyjanAkureyri var valinn heitasti áfangastaður í Evrópu af ferðavefnum Lonely Planet. En það hefur ekki verið heitt á Akureyri í sumar, ekki fyrr en í gær þegar brast á norðlensk blíða, hiti og stafalogn og Eyjafjörður skartaði sínu fegursta. Akureyri er að taka ótrúlegum breytingum. Þegar maður fór að koma hingað fyrst voru eiginlega engir Lesa meira
