fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Myndataka endaði með hryllingi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 27. maí 2024 17:30

Frá Zacoalco de Torres. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikimedia Commons-Alejandro Linares Garcia-CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug fyrirsæta frá Venesúela er látin eftir að myndataka í Mexíkó, þar sem hún sat fyrir, fór algjörlega úrskeiðis. Föt sem hún var í flæktust í lest sem var á ferð með þeim afleiðingum að hún varð fyrir lestinni og lést.

Fyrirsætan hét Cinthya Nayeli Higareda Bermejo en myndatakan fór fram nærri lestarteinum. Færði hún sig nær teinunum til að lestin sem nálgaðist óðum sæist í bakgrunni myndanna en hún fór of nálægt og föt hennar flæktust í lestinni með þeim afleiðingum að hún dróst í veg fyrir lestina og lést samstundis.

Atburðurinn átti sér stað í Zacoalco de Torres nærri borginni Guadalajara í vesturhluta Mexíkó. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang sáu þeir strax að þeir gátu ekkert gert til að bjarga lífi Bermejo. Lík hennar verður krufið áður en fjölskylda hennar fær það afhent svo hægt sé að jarðsyngja Bermejo.

Rætt hefur verið ljósmyndara og önnur vitni sem störfuðu við myndatökuna.

Saksóknari á svæðinu segir að allt bendi til að um slys sé að ræða. Hann segir að svo virðist sem Bermejo hafi einfaldlega farið of nálægt lestinni á meðan hún var á ferð á svæðinu. Föt hennar hafi flækst í lestinni með þeim afleiðingum að hún dróst í veg fyrir hana.

Málið er enn til rannsóknar.

The Sun greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi