fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Ísrael

Svona tókst Hamas að afvegaleiða her og leyniþjónustur Ísrael

Svona tókst Hamas að afvegaleiða her og leyniþjónustur Ísrael

Fréttir
10.10.2023

Helsta fréttaefnið á heimsvísu síðan um helgina hefur án efa verið óvænt árás Hamas-samtakanna á Ísrael og viðbrögð Ísraelsmanna við þeim. Umfang og eðli árásar Hamas kom bæði Ísraelsmönnum og raunar heiminum öllum í opna skjöldu. Her og leyniþjónustustofnanir Ísraels þykja með þeim færustu í heimi og hafa byggt upp víðtækt eftirlit og viðbúnað meðal Lesa meira

Uppnám í Kastljósi í gærkvöldi: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður“

Uppnám í Kastljósi í gærkvöldi: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður“

Fréttir
10.10.2023

Til snarpra orðaskipta kom í Kastljósi í gærkvöldi þegar rætt var um stöðu mála í Ísrael og Palestínu. Í settinu sátu Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sem bjó í Ísrael um tíma. Uppreisnarmenn úr röðum Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael um Lesa meira

Sólveig Anna harðorð – „Þetta styðja íslensk stjórnvöld. Þjóðarmorð“

Sólveig Anna harðorð – „Þetta styðja íslensk stjórnvöld. Þjóðarmorð“

Fréttir
09.10.2023

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar hefur verið harðorð í garð Ísraelsmanna og íslenskra stjórnvalda eftir að átök brutust út á laugardag á milli Hamas hreyfingarinnar og Ísraelsmanna. Hún segir íslensk stjórnvöld styðja þjóðarmorð á Gaza. „Ég styð íslensk stjórnvöld ekki. Ég skammast mín fyrir þau,“ segir Sólveig Anna á samfélagsmiðlum. En íslensk stjórnvöld hafa Lesa meira

Myndband: Fréttakona Al Jazeera var í beinni þegar háhýsi var sprengt á Gaza

Myndband: Fréttakona Al Jazeera var í beinni þegar háhýsi var sprengt á Gaza

Fréttir
07.10.2023

Fréttakonan Youmna El Sayed var í beinni útsendingu frá Gaza á sjönvarpsstöðinni Al Jazeera, þegar ísraelski herinn gerði loftárás á háhýsi fyrir aftan hana í dag. Árásin er liður í viðbrögðum Ísraela við árásar Hamasliða á Ísrael, 50 árum frá Yom Kippur stríðinu. Youma El Sayed var að lýsa þeim fjölda eldflauga sem skotið hafði Lesa meira

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Fréttir
31.01.2023

Um helgina var gerð drónaárás á vopnaverksmiðju í Íran. Hugsanlega mun þessi árás koma sér vel fyrir Úkraínu. Það er þó ekkert sem bendir til að Úkraína hafi staðið á bak við árásina, böndin berast að erkióvinum Írans, Ísrael. Verksmiðjan er í bænum Isfahan, sem er sunnan við Teheran, og er hún talin tengjast flugskeyta- og drónaiðnaði Írana. Rússar hafa keypt Lesa meira

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Fréttir
03.10.2022

Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að landið undirbúi sig nú undir að taka á móti tugum þúsunda rússneskra flóttamanna sem hafa flúið land vegna stríðsins í Úkraínu og herkvaðningar. Hvítrússneski miðillinn Nexta skýrir frá þessu. Nú þegar býr um ein milljón Rússa í Ísrael en þar er mjög opin innflytjendastefna gagnvart gyðingum og fólki af gyðingaættum.

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Fréttir
05.09.2022

Hamas samtökin, sem ráða lögum og lofum á Gasa, tóku fimm Palestínumenn af lífi í gær. Tveir þeirra eru sagðir hafa verið samverkamenn Ísraela. „Á sunnudagsmorgun voru tveir teknir af lífi, sem voru dæmdir fyrir að starfa með hersetuliðinu, og þrír til viðbótar sem voru dæmdir fyrir glæpi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hamas. Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir glæpi, Lesa meira

Hörmulegt slys – Gat opnaðist á botni sundlaugar og tveir menn soguðust niður

Hörmulegt slys – Gat opnaðist á botni sundlaugar og tveir menn soguðust niður

Pressan
25.07.2022

Síðdegis á fimmtudaginn var ísraelskt fyrirtæki með starfsmannaveislu í Karmei Yosef. Þetta átti að vera dagur gleði, sundlaugarpartý og góðar veitingar. En á augabragði breyttist veislan í harmleik. Botninn í sundlauginni lét undan og upptökur sýna að bæði fólk og munir soguðust niður í laugina og niður á botn hennar. BBC og Times of Israel skýra frá þessu. „Ég sá tvær manneskjur sem hurfu bara,“ sagði Lesa meira

Ætla að byggja 1.300 íbúðir fyrir landtökufólk á Vesturbakkanum

Ætla að byggja 1.300 íbúðir fyrir landtökufólk á Vesturbakkanum

Pressan
25.10.2021

Ísraelska ríkisstjórnin hefur í hyggju að halda áfram að stækka umdeildar byggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Í gær sendi hún byggingu 1.355 nýrra íbúða í útboð. Þessar fyrirætlanir eru harðlega gagnrýndar af Palestínumönnum, Jórdönum og friðarsinnum. Mohammad Shatayyeh, forsætisráðherra Palestínu, hvetur alþjóðasamfélagið og þá sérstaklega Bandaríkin til að „takast á“ við Ísrael um þetta. Hann segir þessar Lesa meira

Ísraelsk yfirvöld segja að líklega þurfi fjórða bóluefnaskammtinn gegn kórónuveirunni

Ísraelsk yfirvöld segja að líklega þurfi fjórða bóluefnaskammtinn gegn kórónuveirunni

Pressan
06.09.2021

Salman Zarka, ráðgjafi ísraelskra yfirvalda um kórónuveirufaraldurinn, segir að nú þegar eigi að hefjast handa við undirbúning þess að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni. „Veiran er hér og mun áfram vera hér og því verðum við að undirbúa okkur undir fjórða skammtinn,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Kan. Hann sagði ekki hvenær ætti að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af