fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gyðingar í Bandaríkjunum kalla eftir vopnahléi og réttlæti fyrir Palestínumenn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 18:30

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN ræddi fyrr í dag við rabbínann Alissa Wise sem tilheyrir einum af söfnuðum Gyðinga í Bandaríkjunum.

Hún hefur skoðað fjölda mynda og myndbanda, af afleiðingum árása Ísraels á Gaza-svæðið, undanfarið, sem birst hafa á samfélagsmiðlum. Á þessum myndum hefur meðal annars mátt sjá öskrandi foreldra halda á líflausum líkömum barna sinna.

Um 4.600 Palestínumenn hafa fallið í árásunum og þar af eru 1.900 börn. Tæplega 14.000 hafa særst og 1,9 milljónir eru á vergangi, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.

Wise segir þessar myndir skelfilegar. Hún vakni á hverjum morgni með tár í augunum og reiði í hjartanu sem hún beini í átt að mótmælaaðgerðum. Wise á sæti í stjórn samtakanna „Jewish Voice for Peace“ sem kalla mætti líklega á íslensku Raddir Gyðinga fyrir friði.

Hún finnur fyrir sama hryllingi og sorg þegar kemur að árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október síðastliðinn sem hratt yfirstandandi átakahrinu af stað. Um 1.400 manns létust í árásinni og um 200 var rænt.

Wise og aðrir bandarískir gyðingar sem kalla eftir vopnahléi segja það fyrst og fremst gera það til að vernda líf almennra borgara á Gaza sem hafi ekki komið nálægt árásinni.

Í síðustu viku komu þúsundir gyðinga og aðrir sem taka undir með þeim saman við þinghús Bandaríkjanna. Hópurinn veifaði palestínskum fánum og kallaði eftir auknum réttindum Palestínumanna. Mótmælin voru skipulögð af „Jewish Voice for Peace“ og öðrum samtökum sem kalla sig „IfNotNow“. Bæði samtökin kalla eftir réttlátri og friðsamlegri lausn á átökum Ísraels- og Palestínumanna.

Mótmælendur kölluðu eftir því að bandarísk stjórnvöld myndu hætta að veita Ísrael aðstoð en Wise segir slíkt aðeins hvata til fjöldamorða á Palestínumönnum.

Wise var meðal þeirra 355 einstaklinga sem handteknir voru á mótmælunum.

Gyðingar hafa mótmælt víðar um Bandaríkin. Eva Borgwardt sem er ein af forsvarsmönnum IfNotNow segir orðræðu ísraelskra ráðherra um Palestínumenn fela í sér afmennskun og að henni sé ætlað að réttlæta þjóðarmorð.

Vinurinn missti alla fjölskyldu sína

Eftir að Alissa Wise var laus úr haldi eftir handtökuna frétti hún að einn nánasti vinur hennar meðal Palestínumanna hefði misst alla fjölskyldu sína eftir loftárás Ísraelsmanna á Gaza. Hún segir það afar mikilvægt að bandarískir gyðingar rísi upp og segi „aldrei aftur.“ Það hafa verið einkunnarorð gyðinga síðan eftir seinni heimsstyrjöldina. Wise segir að þessi orð ættu að gilda um alla ekki bara gyðinga. Hún segir að það sé óhjákvæmilegt ef læra á af sögunni.

Hún segir að öryggi gyðinga verði ekki að vera á kostnað palestínskra lífa. Jewish Voice for Peace og IfNotNow hafa beitt sér gagnvart kjörnum fulltrúum og fjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum og vinna að því að auka vitund Bandaríkjamanna um stöðu Palestínumanna. Samtökin starfa með smærri samtökum gyðinga og einnig einstaklingum sem eru ýmist Palestínumenn, af arabísku bergi brotnir eða múslimar.

Það eru alls 440.000 manns í samtökunum Jewish Voice for Peace og eru dreifðir um 30 ríki Bandaríkjanna.

Samtökin og aðrir hópar bandarískra gyðinga sem berjast fyrir réttindum Palestínumanna hafa sætt gagnrýni frá hópum og samtökum sem styðja Ísrael. Hin síðarnefndu hafa þá sakað hin fyrrnefndu um barnaskap, að þau hafi verið blekkt og jafnvel að þau séu haldin gyðingahatri.

Meðal er annars uppi ágreiningur um hvort samasem merki sé milli á andstöðu við zíonisma og gyðingahaturs.

Wise segir zíonisma vera hreyfingu sem eigi rætur sínar að rekja til 19. aldar og hafi snúist um að stofna ríki fyrir Gyðinga í Palestínu. Hún segir zíonisma ekki vera það sama og gyðingdómur.

„Ég er Gyðingur en ekki zíonisti,“ segir hún.

Hún hafnar því að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda í Ísrael sé merki um gyðingahatur.

„Ísrael er ríki en ekki Gyðingur,“ segir Wise enn fremur.

Hún segir ísraelsk stjórnvöld misnota þau áföll sem Gyðingar hafi gengið í gegnum í sögunni.

Wise sagði að lokum við CNN: „Eina leiðin fyrir mig til að viðhalda voninni og til að ímynda mér frjálsa Palestínu í framtíðinni og öryggi og frelsi fyrir okkur öll er að grípa til aðgerða jafnvel í miðjum pytti  örvæntingarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis