fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Fann fyrir létti þegar hann frétti að átta ára dóttir hans væri dáin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Hand, breskur karlmaður, segir það hafa verið ákveðinn létti að komast að því eftir nokkurra daga bið að vígamenn Hamas hefðu myrt átta ára dóttur hans en ekki rænt henni. Það hafi að líkindum verið betra en að upplifa pyntingar og svo jafnvel dauða í haldi samtakanna.

Hand, sem er breskur, ræddi málið við CNN en dóttir hans, Emily, var í hópi um hundrað óbreyttra borgara sem myrtir voru í bænum Be‘eri nærri landamærum Gaza.

Hand beið í tvo daga eftir fréttum af dóttur sinni en vígamenn Hamas-samtakanna ruddust inn í þorpið snemma á laugardag og myrtu fjölmarga íbúa.

Hand brotnaði saman í viðtalinu þegar hann rifjaði upp hvað fór í gegnum huga hans þegar hann frétti af því að dóttir hans hefði fundist látin. Hann hafi fundið fyrir létti, vitandi það að hún þurfti ekki að þjást lengi. „Hún var annað hvort látin eða í haldi Hamas. Og ef þú veist hvað er gert við fólkið í Gaza þá er það verra en dauði.“

Dóttir hans fór til vinkonu sinnar á föstudagskvöld í umræddu þorpi og gisti hjá henni.

„Hún gerir það ekki oft, en því miður, þá gerði hún það þetta tiltekna föstudagskvöld,“ sagði hann.

Þegar hann fékk fréttir af því að liðsmenn Hamas væru komnir inn í þorpið kvaðst Hand hafa átt von á því að ísraelskir hermenn yrðu fljótir á vettvang til að ná stjórn á ástandinu. Raunin varð þó önnur og tók það ísraelska herinn nokkra klukkutíma að komast á vettvang.

Hrikalegar fréttir af voðaverkum Hamas hafa birst í erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að heilu fjölskyldurnar hafi verið brenndar lifandi, börn hafi verið afhöfðuð og konum og stúlkum nauðgað.

Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, segir að réttarmeinafræðingur hafi skoðað ummerki eftir fjöldamorðin í Be‘eri og staðfest þetta. „Það er í raun erfitt að trúa því að jafnvel Hamas-samtökin gætu framið svona villimannsleg morð,“ segir hann við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar