fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Íran

Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga

Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga

Pressan
28.11.2020

Sérstök úrvalssveit ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad er grunuð um að hafa staðið á bak við drápið á Abu Mohammed al-Masri, næstæðsta manni al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, í Teheran í Íran þann 7. ágúst síðastliðinn. Talið er að liðsmenn sveitarinnar hafi farið til Teheran gagngert til að ráða al-Masri af dögum. Þetta hefur ekki verið áhættulaus ferð því Íran og Ísrael elda grátt silfur og eru erkifjendur. Það hlýtur að Lesa meira

Biden er talinn ætla að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran

Biden er talinn ætla að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran

Pressan
27.11.2020

Vænta má stefnubreytingar af hálfu Bandaríkjanna í garð Írans og Miðausturlanda í heild þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar næstkomandi. Reiknað er með að Biden muni endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran en Donald Trump sagði Bandaríkin frá samningnum. Ísrelsmenn eru á móti því að samningurinn verði endurvakinn og Trump og stjórn hans reyna nú að þoka málum í aðra átt áður en Biden tekur við Lesa meira

Trump er sagður hafa íhugað að ráðast á kjarnorkustöð í Íran í síðustu viku

Trump er sagður hafa íhugað að ráðast á kjarnorkustöð í Íran í síðustu viku

Pressan
17.11.2020

Donald Trump hefur tekið harða afstöðu gegn Íran á forsetatíð sinni, þar á meðal sagði hann Bandaríkin frá samningi við Íran um kjarnorkumál. Í síðustu viku er hann sagður hafa beðið um mat á hvort vænlegt væri að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Hann er síðan sagður hafa ákveðið að gera ekki slíkar árásir. Sky News skýrir frá Lesa meira

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Pressan
16.11.2020

Um helgina skýrði New York Times frá því að þann 7. ágúst síðastliðinn hafi útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrt Abu Muhammad al-Masri, einnig þekktur undir nafninu Abdullah Ahmed Abdullah, á götu úti í Teheran. Auk hans var dóttir hans, Miriam, drepin en hún var ekkja Hamza bin Laden, eins sonar hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem Lesa meira

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Pressan
21.09.2020

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að virkja allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem voru í gildi áður en samningur um kjarnorkumál við landið var undirritaður 2015. Að auki hóta Bandaríkin aðildarríkjum SÞ að loka á aðgang þeirra að bandarískum fjármálamörkuðum ef þau fylgja þessum refsiaðgerðum ekki. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta á laugardaginn. Refsiaðgerðirnar tóku gildi á miðnætti Lesa meira

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Pressan
16.09.2020

Að undanförnu hefur orðrómur verið á kreiki um að ráðamenn í Íran hyggist hefna morðsins á Qasem Soleimani sem Bandaríkjamenn myrtu á síðasta ári. Soleimani var einn helsti herforingi og hugmyndasmiður írönsku klerkastjórnarinnar og stýrði Quad-sveitum landsins en það eru úrvalssveitir hersins. Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirætlanir Írana um að myrða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku Lesa meira

Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump

Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump

Pressan
11.09.2020

Rússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær. „Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar Lesa meira

Dularfullar sprengingar og eldsvoðar í Íran – Er skuggastríðið komið á nýtt stig?

Dularfullar sprengingar og eldsvoðar í Íran – Er skuggastríðið komið á nýtt stig?

Pressan
19.07.2020

Dularfullar sprengingar og eldsvoðar hafa að undanförnu átt sér stað í Íran. Meðal annars í virkjun, vatnsdreifingarstöð og sjúkrahúsi. Auk þess hafa undarlegir atburðir átt sér stað í verksmiðjum og úranauðgunarstöð. Alls hafa 20 manns látist í þessum sprengingum og eldsvoðum. Íranskir fjölmiðlar, sem lúta stjórn klerkastjórnarinnar, reyna að gera lítið úr þessum atburðum en Lesa meira

Faðir myrti 14 ára dóttur sína – Málið vekur mikla ólgu í Íran

Faðir myrti 14 ára dóttur sína – Málið vekur mikla ólgu í Íran

Pressan
03.07.2020

Áður en Resa Ashrafi skar 14 ára dóttur sína á háls með sigð hringdi hann í lögmann. Hann spurði lögmanninn hversu þungan dóm hann ætti yfir höfði sér ef hann myrti dóttur sína. Lögmaðurinn sagði honum að hann myndi ekki vera dæmdur til dauða og líklega myndi hann vera dæmdur í 3 til 10 ára Lesa meira

Trump skipar flotanum að skjóta á írönsk farartæki ef þau ögra

Trump skipar flotanum að skjóta á írönsk farartæki ef þau ögra

Pressan
23.04.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað flota landsins að „skjóta á og eyðileggja“ farartæki íranska hersins ef þau ögra flotanum. Þessi fyrirmæli koma í kjölfar árekstra bandarískra herskipa við fallbyssuhraðbáta íranska hersins. Nýlega ögruðu íranskir fallbyssuhraðbátar bandarískum herskipum þar sem þau voru við æfingar við Kúveit. En nú er þolinmæði Bandaríkjamanna á enda gagnvart þessu segir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af