fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Bretland

Cameron snýr aftur

Cameron snýr aftur

Eyjan
13.11.2023

David Cameron sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2010-2016, en sagði af sér eftir að breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu, var fyrr í dag skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Cameron, sem tilheyrir Íhaldsflokknum, er ekki lengur þingmaður í neðri deild þingsins en yfirleitt eru allir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands einnig þingmenn. Lesa meira

Móðir vildi að dóttir sín færi í lýtaaðgerð svo henni vegnaði betur í lífinu

Móðir vildi að dóttir sín færi í lýtaaðgerð svo henni vegnaði betur í lífinu

Fókus
04.11.2023

Mirror segir í dag frá breskri móður sem vildi að dóttir sín, sem var þá 14 ára gömul, færi í fegrunaraðgerð af því „ljótt fólk“ kæmist ekkert áfram í lífinu. Konan heitir Carla Bellucci og árið 2019 var hún kölluð hataðasta kona Bretlands eftir hún þóttist vera með þunglyndi svo að opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi Lesa meira

Starfsmaður bresku leyniþjónustunnar reyndi að myrða bandarískan njósnara

Starfsmaður bresku leyniþjónustunnar reyndi að myrða bandarískan njósnara

Pressan
30.10.2023

Joshua Bowles er fyrrverandi starfsmaður GCHQ sem er ein af leyniþjónustustofnunum Bretlands. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að reyna að myrða bandarískan njósnara. Hvati árásarinnar, sem var framin í mars síðastliðnum, er sagður hafa verið stjórnmálalegs eðlis og snúið einkum að reiði hans gagnvart vinnuveitanda sínum og konum. GCHQ sér einkum Lesa meira

Garðyrkjumaður reyndist vera Somerset-gimpið og hlaut dóm – Harðneitaði ásökununum og sagðist ekki hafa ætlað að hræða neinn

Garðyrkjumaður reyndist vera Somerset-gimpið og hlaut dóm – Harðneitaði ásökununum og sagðist ekki hafa ætlað að hræða neinn

Pressan
28.10.2023

Sjálfstætt starfandi garðyrkjumaður hefur verið dæmdur fyrir dómstól í Bristol í Bretlandi fyrir óspektir á almannafæri  og áreitni þann 7. og 9. maí síðastliðinn. Atvikin áttu sér stað með þeim hætti að garðyrkjumaðurinn, sem er 32 ára gamall og heitir Joshua Hunt, íklæddist svörtum latex búningi og grímu að hætti svokallaðra gimpa og ógnaði og Lesa meira

Þingmaður handtekinn fyrir nauðgun

Þingmaður handtekinn fyrir nauðgun

Pressan
26.10.2023

Þingmaður á breska þinginu var handtekinn í gær vegna gruns um nauðgun og vörslu fíkniefna. Þingmaðurinn tilheyrir Íhaldsflokknum og er í fréttum breskra fjölmiðla sagður áberandi (e. prominent) sem slíkur. Breskir fjölmiðlar geta ekki nafngreint þingmanninn af lagalegum ástæðum. Lögreglan staðfestir að þingmaðurinn hafi verið látinn laus gegn tryggingu en að rannsókn málsins verði framhaldið. Lesa meira

Cleverley fúll út af fundi Humza og Katrínar – Voru ekki með fylgdarmann

Cleverley fúll út af fundi Humza og Katrínar – Voru ekki með fylgdarmann

Fréttir
17.10.2023

Fundur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Humza Yousaf, fyrsta ráðherra Skotlands, í New York í síðasta mánuði fór öfugur ofan í utanríkisráðherra Bretlands. Yousaf var án fylgdarmanns frá breska utanríkisráðuneytinu. Greint er frá þessu í breska dagblaðinu The Telegraph. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, setti reglur í apríl síðastliðnum um að allir fundir ráðherra Skotlands með ráðherrum erlendra ríkja eða þjóðhöfðingjum þyrftu að vera skipulagðir af breska Lesa meira

Löðrungaði nemanda á Hótel Örk – Fararstjóri kærður

Löðrungaði nemanda á Hótel Örk – Fararstjóri kærður

Fréttir
16.10.2023

Myndband af fararstjóra löðrunga nemanda á Hótel Örk í Hveragerði hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarið. Fararstjórinn hefur verið kærður til lögreglu vegna atviksins. Um er að ræða hópferð bresks kvennaskóla, Harris Girls Academy sem er í bænum Beckingham í Kent í suðurhluta Englands, til Íslands. Hópurinn kom heim til Bretlands á laugardag. Breska blaðið the Mirror greindi frá atvikinu í gær. Lesa meira

Segja „djöfullegan“ frænda hafa stolið húsinu þeirra

Segja „djöfullegan“ frænda hafa stolið húsinu þeirra

Pressan
13.10.2023

Auðug hjón í Bretlandi halda því fram að frændi annars þeirra sem þau kalla „djöfullegt skítseiði“ (e. devious little sod) hafi stolið húsi þeirra, sem er staðsett í hinu ríkmannlega hverfi South Kensington í London og metið á fjórar milljónir sterlingspunda ( tæplega 680 milljónir íslenskra króna). Hjónin heita Michael Lee, sem er 79 ára, Lesa meira

Fundu bein úr skjaldböku og geirfugli í Lindisfarne

Fundu bein úr skjaldböku og geirfugli í Lindisfarne

Fréttir
08.10.2023

Vísindamenn við Durham háskóla í Bretlandi hafa grafið upp ýmis dýrabein í klaustrinu fræga í Lindisfarne. Meðal annars bein af skjaldböku og geirfugli, hinum útdauða sjófugli. „Við erum að gera merkar uppgötvanir hérna. Bæði úti á vettvangi fornleifauppgraftarins og á rannsóknarstofunum þar sem við greinum munina,“ segir David Petts, doktor við háskólann við staðarmiðilinn Northumberland Gazette. Uppgröfturinn er unninn í samstarfi við DigVentures, fyrirtæki Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af