fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Cleverley fúll út af fundi Humza og Katrínar – Voru ekki með fylgdarmann

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. október 2023 17:00

Cleverly hafði fyrirskipað skoskum ráðherrum að hafa fylgdarmann frá utanríkisráðuneytinu á fundum. Mynd/Getty/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Humza Yousaf, fyrsta ráðherra Skotlands, í New York í síðasta mánuði fór öfugur ofan í utanríkisráðherra Bretlands. Yousaf var án fylgdarmanns frá breska utanríkisráðuneytinu.

Greint er frá þessu í breska dagblaðinu The Telegraph.

James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, setti reglur í apríl síðastliðnum um að allir fundir ráðherra Skotlands með ráðherrum erlendra ríkja eða þjóðhöfðingjum þyrftu að vera skipulagðir af breska utanríkisráðuneytinu. Einnig að fulltrúi utanríkisráðuneytisins þyrfti að vera viðstaddur á fundunum.

Ættu þessir fylgdarmenn að sjá til þess að ráðherrarnir væru ekki að breiða út boðskap á alþjóðavettvangi um aðskilnað Skotlands og Bretlands. En Skoski þjóðarflokkurinn, sem hefur aðskilnað á stefnuskránni, hefur stýrt heimastjórninni um langt skeið.

Hótar Skotum

Yousaf, sem tók við embætti af Nicolu Sturgeon í mars síðastliðnum, hefur í tvígang fundað með Katrínu. Annars vegar í Edinborg í Skotlandi í ágúst og hins vegar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir þremur vikum síðan, þar sem þau ræddu einkum um baráttuna gegn heimilisofbeldi.

Það er einkum þessi seinni fundur sem fór fyrir brjóstið á Cleverly og hefur hann sent skosku heimastjórninni bréf þar sem kvartað er yfir honum.

Frá fundi Katrínar og Humza í Edinborg í ágúst. Mynd/Stjórnarráðið

Í bréfinu ítrekar Cleverly reglur sínar um að skoskir ráðherrar þurfi að hafa fylgdarmann til að tryggja „samhæfð og samfelld skilaboð til félaga okkar út um allan heim.“

Einnig segir hann að ef Skotar halda áfram að brjóta þessar reglur mun ráðuneytið hætta að liðka til fyrir fundum á milli skoskra ráðherra og ráðherra annarra ríkja. En á dagskrá Yousaf fram að áramótum eru átta utanlandsferðir þar sem hann mun funda með ráðherrum, meðal annars í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Indlandi.

Líklega hundsað

Í skoska blaðinu The National er sagt að líklegt sé að Yousaf og Skoski þjóðarflokkurinn hundsi bréf Cleverly. Bréfinu hefur ekki enn verið svarað formlega.

Angus Robertson, utanríkis og stjórnarskrárráðherra Skotlands, sagði reglur Cleverly í raun tilraun hans til að ristkoða skoska ráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“