fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Segja „djöfullegan“ frænda hafa stolið húsinu þeirra

Pressan
Föstudaginn 13. október 2023 14:00

South Kensington í London/Wikimedia-Anthony O´Neil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðug hjón í Bretlandi halda því fram að frændi annars þeirra sem þau kalla „djöfullegt skítseiði“ (e. devious little sod) hafi stolið húsi þeirra, sem er staðsett í hinu ríkmannlega hverfi South Kensington í London og metið á fjórar milljónir sterlingspunda ( tæplega 680 milljónir íslenskra króna).

Hjónin heita Michael Lee, sem er 79 ára, og King-Su Huang sem er 73 ára. Þau lögsóttu frænda hinnar síðarnefndu, Cheng-Jen Ku, sem er 40 ára gamall. Hjónin, sem eru vellauðug, keyptu húsið árið 2004 en segjast hafa skráð það á Cheng sem hafi verið þeim mjög náinn. Þetta segjast þau hafa gert til að leyna því hversu auðug þau eru. Cheng fullyrti hins vegar fyrir dómi að hann ætti húsið.

Cheng hafði búið hjá hjónunum í húsinu en yfirgaf það þar sem hann sagðist vera orðinn leiður á þeim ströngu húsreglum sem hann þurfti að fara eftir. Dómarinn vísaði til þessarar staðreyndar þegar hann dæmdi hjónunum í vil.

Cheng bjó hjá hjónunum í húsinu sem þau áttu á undan húsinu sem deilt var um fyrir dómi eftir að hann flutti til Bretlands frá Taívan og sagði fyrir dómnum að í samræmi við hefðir í síðarnefnda landinu hefði ríka frænka hans gefið honum húsið. Hjónin og aðrir fjölskyldumeðlimir sem komu fyrir dóminn lýstu honum hins vegar sem „djöfullegu skítseiði.“

Dómarinn í málinu sagði hins vegar að fyrst að Cheng yfirgaf heimilið svo hann þyrfti ekki að hlýða húsreglunum hefði hann ekki hegðað sér eins og hann ætti húsið.

Frænka Cheng sagði fyrir dómi að þau hefðu gert samkomulag um að húsið skyldi skráð á hann og hún hefði talið það byggt á gagnkvæmu trausti. Cheng fullyrti að ekkert slíkt samkomulag hefði verið gert og að frænka hans hefði gefið honum húsið.

Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ef eign væri skráð á annan einstakling en greiddi fyrir hana gæfi það til kynna samkomulag um að greiðandinn hefði hin raunveruleg yfirráð yfir eigninni nema mögulegt væri að sýna fram á að um gjöf eða lán væri að ræða.

Ótvírætt væri að hjónin hefðu keypt eignina og gert samkomulag við Cheng um að eignin skyldi skráð á hann en ætlunin væri að þau yrðu hinir raunverulegu eigendur. Í gögnum málsins kæmi fram að hann hefði ekki sagt að húsið væri gjöf til sín.

Hefði orðið grimmari með árunum

Húsið sjálft var byggt á sjöunda áratug 19. aldar og er meðal annars í göngufæri frá tónleikahöllinni heimsfrægu Royal Albert Hall.

Þegar hjónin keyptu húsið greiddu þau fyrir það 1,57 milljónir punda ( tæpar 267 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag). Virði þess hefur því meira en tvöfaldast. Þau afhentu Cheng féð til að kaupa húsið í hans nafni. Fyrir dómi sagði Michael Lee að þetta hefðu þau gert til að standa vörð um einkalíf sitt og til að koma í veg fyrir að krafist yrði þess að húsið væri sett að veði vegna lána sem þau tækju vegna viðskipta sinna. Það væri þvæla að þau hefðu gefið Cheng húsið.

Lee, sem hefur þekkt Cheng síðan hann var barn, sagði þennan frænda konu sinnar hafa orðið grimmari og viðskotaverri á fullorðinsárum.

Dómarinn dæmdi hjónunum í vil og Cheng þarf þar að auki að greiða allan málskostnað.

Það var Mirror sem greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?