Ólafur Þ. Harðarson: Merkilegt að þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilji vinstri sósíalista sem forsætisráðherra
EyjanÞriðjungur sjálfstæðismanna telur Katrínu Jakobsdóttur besta forsætisráðherrann sem völ sé á og fleiri sjálfstæðismenn telja Þórdísi Kolbrúnu hafa staðið sig best ráðherra flokksins en þeir sem telja að Bjarni Benediktsson hafi staðið sig best. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur tíðindi felast í því að fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins telur Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Skoðanir eiga að vera skiptar
EyjanFastir pennarNú er það ekki svo – og næsta langur vegur frá því – að sá sem hér lemur löngum fingrum á lyklaborðið, fylgi formanni Sjálfstæðisflokksins að málum. Og mun svo vera um fleiri landsmenn. En það er vegna þess að skoðanir eru skiptar. Og nefnilega svo. Skoðanir eiga að vera skiptar. Það er meginkosturinn í Lesa meira
Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
FréttirBúast má við því að öryggisgæsla á samkomum líkt og fram fór á föstudag í Veröld, húsi Vigdísar, verði hert eftir að mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Morgunblaðið greinir frá því í dag að meiri öryggisgæsla verði þannig viðhöfð á samkomu til minningar um helförina en til stóð. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa erlends ríkis sem Lesa meira
Bjarni segir engan ágreining milli hans og Katrínar um Ísrael og Palestínu – „Segðu þingflokki VG það“
EyjanÍ óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag var nokkuð rætt um yfirstandandi stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs. Þremur spurningum um þetta viðfangsefni var beint til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og var þá ekki síst rætt um andstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og þingflokks Vinstri Grænna við þá ákvörðun Bjarna að Ísland sæti hjá við samþykktun ályktunar á Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: „Sagðirðu árás?“
EyjanFastir pennarRétt tuttugu ár eru frá því að íslenskir stjórnarherrar tóku það upp hjá sjálfum sér að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða án þess að spyrja þing eða þjóð. Með þeirri ákvörðun voru landsmenn í fyrsta skipti orðnir beinir aðilar að stríði, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Og Ísland var án nokkurrar Lesa meira
Þetta var fyrsta embættisverk Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra
EyjanEins og kunnugt er lét Bjarni Benediktsson af embætti fjármálaráðherra um síðustu helgi og tók við embætti utanríkisráðherra þess í stað. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram hvert fyrsta verk Bjarna í embætti utanríkisráðherra en hann innti það af hendi í gær. Fyrsta verkið var símafundur með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur Lesa meira
Stjórnarandstaðan sagði það leikrit að Bjarni sæti fyrir svörum og spurði hann einskis
EyjanNý fyrir stuttu var að ljúka óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meðal ráðherra sem sátu fyrir svörum var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Eins og kunnugt er hefur Bjarni tilkynnt afsögn sína en hún tekur ekki formlega gildi fyrr en ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum þar sem ráðherraskipti fara fram og hver sá sem verður eftirmaður Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ekki heilindi og heiðarleiki, heldur lúmsk flétta til verndar sérhagsmunum
EyjanUndirrituðum kom nokkuð á óvart skyndileg virðing og stimamýkt Bjarna Benediktssonar við stjórnsýsluna. Er hann þá, þrátt fyrir allt, maður mikilla heilinda og heiðarleika, maður virðingar, stimamýktar og undirgefni við stjórnsýslu? Eiga þá ráðherrar, að bukta sig og beygja fyrir stjórnsýslu, líka þó að þeir séu henni algjörlega ósammála, eins og hann segir nú allt Lesa meira
Ráðherrakapall í uppsiglingu: Þórdís Kolbrún sögð treg til að taka við af Bjarna
FréttirÞað kemur í ljós á næstu dögum hvaða áhrif afsögn Bjarna Benediktssonar úr stóli fjármálaráðherra hefur á ríkisstjórnarsamstarfið. Ýmislegt bendir til þess að uppstokkun í ríkisstjórninni sé framundan þar sem ráðherrar gætu haft stólaskipti. Á forsíðu Morgunblaðsins er fjallað um tíðindi gærdagsins og meðal annars rætt við Bjarna sem segist ekki útiloka neitt varðandi framtíðina. Miðað við Lesa meira
Ríkisstjórnin heldur ótrauð áfram – Ekkert útilokað í ráðherrakapli
FréttirFormenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu í dag vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur upplýst Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðuna og gerir ráð fyrir að það verði boðað til ríkisráðsfundar um helgina þar sem gengið verður frá þessu formlega. „Við erum mjög heil um það að halda samstarfi þessarra þriggja flokka áfram Lesa meira