fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid í úrslitaleik HM félagsliða

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 21:25

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska stórveldið Real Madrid hefur tryggt sér farseðilinn í úrslitaleik Heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í Marokkó þessa dagana. Madrídingar unnu 4-1 sigur á Al Ahly í undanúrlslitaleik kvöldsins.

Real Madrid komst í stöðuna 2-0 með mörkum frá Vinícius Júnior og Federico Valverde í fyrri hálfleik áður en Ali Maaloul minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu.

Á 87. mínútu fékk Real Madrid vítaspyrnu þegar brotið var á Vinicius Júnior. Luka Modrix steig á vítapunktinn en brást bogalistin þegar markvörður Al Ahly varði spyrnuna.

Leikmenn Real Madrid létu það hins vegar ekki á sig fá og bættu við tveimur mörkum fyrir leikslok. Þau mörk skoruðu Rodrygo og Sergio Arribas.

Real Madrid mun mæta Al-Hilal frá Sádi-Arabíu í úrslitaleiknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu