Arsenal og Nice hafa náð samkomulagi þess efnis að Nicolas Pepe fari til síðarnefnda félagsins á láni. Sky Sports segir frá.
Hinn 27 ára gamli Pepe kom til Arsenal frá Lille árið 2017 og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Skytturnar greiddu 72 milljónir punda fyrir þjónustu Fílbeinstrendingsins.
Pepe hefur hins vegar engan veginn staðið undir væntingum á Emirates-vellinum.
Líklegt er að Pepe skipti formlega yfir til Nice áður en helgin skellur á.
Um einfalt eins árs lán er að ræða. Nice fær engan kaupmöguleika eða þess háttar að láninu loknu.
Samningur Pepe við Arsenal gildir í tvö ár til viðbótar.