fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ætlar að skila auðu þrátt fyrir að vera í framboði

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:30

Jóhannes Loftsson. Skjáskot úr Morgunblaðinu. Mynd-Ómar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður, getur hvorki kosið sjálfan sig né flokkinn sem hann stofnaði í alþingiskosningunum á morgun. RÚV greinir frá.

Þrátt fyrir að Jóhannes bjóði sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, þá er hann búsettur í Reykjavík suður. Flokkurinn er einungis með lista í Reykjavík norður og því engin leið fyrir hann að kjósa flokkinn.

Í samtali við RÚV segir hann að hann muni að öllum líkindum skila auðu þar sem hann hefur ekki marga valkosti.

„Maður bara tekur þessu eins og hverju öðru. Maður bjóst alveg við að þetta gæti gerst. Við erum ný og það er margt nýtt sem við erum að gera. Þetta er dálítið sérstakt. Ætli ég verði ekki að mæta á kjörstað upp á sjóið,“ segir Jóhannes en hann býr einungis nokkrum metrum frá kjördæmalínunni.

Flokkurinn hefur litlar mætur á sóttvarnaraðgerðum og er það helsta baráttumál Jóhannesar og annarra flokksmanna. Hann hefur skipulagt þónokkrar kröfugöngur um stræti Reykjavíkurborgar þar sem fólk er hvatt til að sleppa því að láta bólusetja sig gegn Covid-19.

Sjá einnig: Fámenn en hávær mótmæli við Stjórnarráðið

Allir aðrir flokkar sem eru í framboði eru með lista í öllum kjördæmum og því ættu ekki margir aðrir í framboði að hafa áhyggjur af því að geta ekki kosið flokkinn sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“