fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Fámenn en hávær mótmæli við Stjórnarráðið

Bjarki Sigurðsson, Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. september 2021 16:57

Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú klukkan hálf fimm hófst kröfuganga Kóviðspyrnunnar þar sem mótmælt var bólusetningum barna og ríkisstjórn beðin um svör við ýmsum spurningum. Meðal gesta var Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgar framtíðar, sem bíður sig fram í komandi kosningum.

Hópurinn hóf gönguna við Stjórnarráðið og gengu nokkrir aðilar fremst með hátalara á bakinu sem spiluðu ræður sem höfðu verið teknar upp fyrirfram.

Það virtust nokkrir túristar hafa óvart gengið til liðs við gönguna en þegar þeir áttuðu sig á því hvers vegna fólkið hópaðist saman voru þeir fljótir að yfirgefa svæðið. Einhverjir tóku myndir á meðan aðrir ræddu við meðlimi hópsins sem var að fara að ganga.

Mikið af börnum var á svæðinu og héldu sum þeirra á skiltum. Virtust þau vera börn meðlima hópsins og kipptu þau sér ekkert við að heyra áróðurinn spilaðan í hátölurunum.

Það voru ekki margir gestir sem báru grímu í göngunni en núverandi samkomutakmarkanir gefa leyfi fyrir allt að 500 manns að hópast saman en að gríma sé notuð sé eins metra reglan ekki virt. Um 60-70 manns voru á svæðinu svo því er ekki um að ræða brot á reglunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti