fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
433Sport

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 08:31

Mynd: Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trevor Sinclair segir að það eigi að taka sex stig af Manchester United fyrir það eitt að hafa gert tíu breytingar á byrjunarliði sínu gegn Leicester í gær.

United hafði spilað gegn Aston Villa á sunnudag og mætti svo Leicester í gær, liðið mætir svo Liverpool á fimmtudag. Ástæðan er frestun á leik liðsins við Liverpool sem átti að fara fram fyrir rúmri viku síðan.

Ole Gunnar Solskjær gerði tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Leicester og tapaði 1-2, tapið kemur sér afar illa fyrir West Ham og Liverpool.

„Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim leikmönnum sem tóku þátt en þetta voru tíu breytingar. Þetta var B-liðið þeirra,“ sagði Sinclair.

„Þetta er óvirðing og hefur mikil áhrif á baráttuna um sæti í Meistaradeildinni. Það eru lið sem þjást vegna þess að United gerði lítið úr leiknum. Chelsea, Liverpool, West Ham og Tottenham gætu misst af sæti í Meistaradeildinni vegna þess.“

„Það verður að refsa United, þrjú stig eru ekki næg refsing. Hvernig þeir stilltu upp liði og hvernig félaginu mistókst að tryggja öryggið á vellinum gegn Liverpool. Það á að taka sex stig af Manchester United.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Christian Eriksen getur andað og talað“

,,Christian Eriksen getur andað og talað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jákvæð tíðindi frá Danmörku: Mynd sýnir Eriksen með meðvitund – Er í stöðugu ástandi

Jákvæð tíðindi frá Danmörku: Mynd sýnir Eriksen með meðvitund – Er í stöðugu ástandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

EM 2020: Sviss og Wales skildu jöfn í Bakú

EM 2020: Sviss og Wales skildu jöfn í Bakú
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“