fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Þegar Maradona skaut blaðamenn með riffli

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var alveg magnaður á vellinum en hann átti það til að lenda í vandræðum utan vallar. Maradona lést í vikunni í kjölfar hjartaslags en ensk götublöð hafa undanfarið rifjað upp eftirminnileg atvik með Maradona í aðalhlutverki, bæði þau góðu og slæmu.

Eitt af atvikunum sem rifjað er upp er þegar Maradona lenti í vandræðum eftir að hann skaut blaðamenn með loftriffli árið 1994. Fjórir særðust eftir að Maradona skaut með loftrifflinum á blaðamennina fyrir utan heimili sitt í Buenos Aires. Maradona var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 2 ár og 10 mánuði fyrir árásina.

Maradona lenti þó einnig í vandræðum í tengslum við fótboltann. Hann fékk fyrsta bannið sitt, sem var 15 mánuðir, árið 1991 þegar hann féll á lyfjaprófi.  Seinna á sama ári var hann sektaður og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í eitt ár fyrir flutning og geymslu á eiturlyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum