fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Sport

HM í handbolta 2021 – Nær algjör einangrun leikmanna og sýnataka þriðja hvern dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar fer HM í handbolta fram í Egyptalandi. Umgjörð mótsins verður með öðru móti en venjulega vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Leikmenn og fjölmiðlamenn verða fyrir áhrifum af þessari breyttu umgjörð og það sama má segja um starfsmenn landsliðanna. Íslenska landsliði tekur þátt í úrslitakeppninni og leikur sinn fyrsta leik þann 14. janúar gegn Portúgal.

Alþjóðahandknattleikssambandið hefur kynnt þær reglur sem munu gilda. Í þeim felst meðal annars að leikmennirnir verða í einangrun og fá ekki að hitta fjölskyldur sínar á meðan á mótinu stendur. Þá verður nokkurskonar hólfaskipting viðhöfð til að draga úr líkunum á smiti. Allir, sem tengjast mótinu, verða að vera í þessu hólfi og mega ekki eiga í samskiptum við fólk utan þess. Þetta nær til leikmanna, þjálfara og annarra sem tengjast liðunum en einnig til fjölmiðlamanna, bílstjóra, sjálfboðaliða, starfsfólks á hótelum, lækna og fleiri.

Allir eiga að gæta þess að halda að minnsta kosti eins og hálfs metra fjarlægð á milli sín og annarra. Allir þurfa að fara í sýnatöku á þriggja daga fresti. Líkamshiti verður mældur reglulega og herbergi verða þrifin oft. Leikmenn mega ekki heilsast fyrir eða eftir leiki og allir nema leikmenn og dómarar eiga að vera með andlitsgrímur á meðan á leik stendur. Liðin fá stærra svæði til umráða við hliðarlínuna en venja er.

Allir sem koma til Egyptalands verða að framvísa neikvæðri niðurstöðu COVID-19 prófs og má hún ekki vera eldri en 72 tíma. Liðin eiga að nota sömu farartækin allan tímann og hiti fólks verður mældur áður en stigið er inn í farartækin. Sigurvegarar mótsins eiga sjálfir að setja verðlaunapeningana á sig.

Þetta er hluti þeirra reglna sem munu gilda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla