fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Nýr Veiðimaður kominn út

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 23. desember 2020 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarblað Veiðimannsins 2020-2021 kom út á föstudaginn og er nú á leið til félagsmanna og áskrifenda. „Menn eldast ekki þegar þeir eru við veiðar. Stundaglas þeirra er stöðvað á meðan.“ Þetta er vel að orði komist hjá Víglundi Möller sem var ristjóri Veiðimannsins í 34 ár.

Á 80 ára afmælisári Veiðimannsins bregðum við upp svipmynd af þessum merkilega manni sem á ríkan þátt í að saga stangveiða á Íslandi hefur verið skráð í gegnum tíðina og skemmtilegar veiðisögur sagðar áratugum saman.

Í vetrarblaði Veiðimannsins er víða komið við. Í blaðinu er m.a. birt í heild veiðistaðalýsing Sandár í Þistilfirði, dulúðlegrar ár, sem ekki hefur verið á almennum veiðimarkaði til þessa. Magnús Ólafsson, sem einnig var ritstjóri Veiðimannsins skrifaði lýsinguna og stendur hún enn þann dag í dag vel fyrir sínu. Nákvæm og litskrúðug og nauðsynleg fyrir hvern þann sem vill upplifa leyndardóma Sandár og veiða vel. Í blaðinu ræðum við einnig við Stefán Magnússon, son Magnúsar, um helstu hylji Sandár og rifjum upp eftirminnilega veiðisögur.

Andakílsá átti magnaða endurkomu síðastliðið sumar sem Veiðimaðurinn rýnir í ásamt því að spá í lífríkið með vísindamönnum og veiðihorfur næsta sumars. Stórlaxaflugan Jock Scott er kynnt til leiks á nýjan leik og ekki síður girnilegar púpur Sigurþórs Ólafssonar sem sjóbirtingar eiga erfitt með að standast. Ýmislegt fleira fróðlegt er í Veiðimanninum sem hefur frætt og kætt fjölmargar kynslóðir stangveiðimanna í 80 ár. Það styttist í veiðisumarið 2021!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns