fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Hlakka til að taka fleiri laxa í sumar

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég varð svo heppin að fá að taka minn fyrsta flugulax í Jöklu fyrir nokkrum dögum,“ sagði Bára Pétursdóttir í samtali við Veiðipressuna og bætti við að hún hefði tekið  sinn maríulax þar á spún í fyrra en þetta hefði bara allt annað dæmi.

,,Við vorum að veiða á svæði 3. Hófu veiðina á Pöllunum og fórum svo á Teigsbrotið og fleiri staði þarna í kring. Reistum nokkra og fengum tvær tökur og svo var bara rólegt. Flökkuðum um á aðra staði en ákváðum svo að fara aftur á Pallana og í Teigsbrotið rétt fyrir hádegishlé,“ sagði Bára.

Hún sagðist hafa farið sjálf á Teigsbrotið ásamt öðrum stjúpsyni mínum og maðurinn og hinn strákurinn fóru á Pallana. Hún hefði ekki verið neitt vongóð á að fá fisk.  Í þessari ferð get ég alveg viðurkennt það en kastaði og hafði gaman. Ég var búin að kasta nokkru sinnum yfir brotið. Þá allt í einu á dauðarekinu sé ég að línan mín strekkta. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera og prufaði að taka aðeins í stöngina. Þá fann ég að fiskurinn æstist upp og þá reisti ég alveg  stöngina og gargaði á stjúpsoninn EINAR!! hvað á ég að gera?

,,Svo sé ég að hann hleypur eitthvað í burtu. Ég segi bara ekki skilja mig eftir eina og datt í smá svona panik þar sem að ég hef aldrei fengið fisk á flugu. Svo sé ég að þeir koma allir hlaupandi. Maðurinn minn sem er leiðsögumaður í Breiðdalsá hjálpaði mér að koma þessari fallegu hrygnu á land. Þetta var svona um það bil tíu mínútna barátta sem mér fannst samt vera miklu miklu lengri. Ég verð að viðurkenna að það kom skemmtilega á óvart hvað þessir fiskar eru sterkir. Hrygnan var 84 cm og tók Blue Striker eftir Eið Valdimarsson frá Bolungarvík. Ég hlakka hressilega til að taka fleiri laxa í sumar,“ sagði Bára ennfremur.

 

Mynd. Bára Pétursdóttir með fyrsta flugulaxinn sinn í Jöklu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu