fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Veðrið var einsleitt nær allan mánuðinn

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 3. desember 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Rjúpnaveiðin gekk nú frekar rólega hjá okkur hér á norðaustur horninu. Lítið sást af fugli sérstaklega á Húsavíkursvæðinu og við Mývatn sem oft hafa verið bestu veiðisvæði landsins,“ segir Jón Ingi hjá Icelandic Hunting Adventures,  er við spurðum frétta af rjúpnaveiðinni þetta árið.

,,Auðvitað voru veiðimenn ánægðir með fjölgun veiðidaga og gátu þar að leiðandi valið daga þegar veðrið var gott og aðstæður góðar. Veðrið var mjög einsleitt nær allan mánuðinn. Nokkuð mikið frost, þannig að ís og hrím þöktu veiðilendur daga eftir dag, aðstæður sem rjúpan af einhverjum ástæðum vill ekki dvelja í,“ segir Jón Ingi.

Hann segir um leið og þiðnaði sást meira af fugli. Snjóalög voru þannig nær allan mánuðinn að rjúpan var mjög dreifð, snjór frá fjallsbrúnum og niður að sjó.

,,Það er mín skoðun og margra annarra hér fyrir norðan að lengja þyrfti veiðitímabilið, best væri að fá fleiri daga eins og t.d.í Noregi þar sem veitt er frá 15 október fram að jólum eða þá dreifa núverandi fjölda yfir lengra tímabil. Veiðimenn fengu þá fleiri tækifæri að veiða í mismunandi aðstæðum, t.d. kjarrveiði í snjó í desember eða október veiði eins og áður var og margir voru mjög hrifnir af,“sagði Jón Ingi ennfremur.

 

Mynd tekin af aðstæðum sem oft voru uppi í haust. Allt ísað og hrímað á veiðislóð, en fallegt

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður