
Leikarinn Matt Damon greinir frá því hvernig hann kom sér í form fyrir stórmynd Christophers Nolan, The Odyssey, sem meðal annars var tekin hér á landi. Í hlaðvarpi bræðranna Jason og Travis Kelce, New Heights, játar Damon að hann líti vel út á myndum sem teknar voru á settinu.
„Já, ég var í mjög góðu formi. Ég léttist mikið,“ svaraði Damon og bætti við að Nolan hafi sagt að „hann vildi að ég væri grannur en samt sterkur. Það er skrýtið.“
„Ég hætti bókstaflega, bara vegna læknisráðs, að borða glúten. Ég var vanur að vera á milli 185 og 200 pund (84-91 kíló). Og ég gerði alla þessa mynd á 167 pundum (76 kíló) ,“ segir Damon. „Ég hef ekki verið svona léttur síðan í menntaskóla. Svo það var mikil þjálfun og mjög strangt mataræði.“
Damon segir þjálfara sinn hafa gert verkefnið auðvelt. „Þetta snýst bara um að hafa skýrt markmið og setja sér það.“
Damon líkti undirbúningnum við þjálfunartímabil Kelce bræðranna sem báðir spila í NFL-deildinni.
„Þegar ég geri það eða þegar ég geri Jason Bourne myndirnar eða hvað sem er, þá líður það næstum eins og tímabil, ég ímynda mér, hvernig er þetta hjá ykkur þar sem þið eruð að undirbúa ykkur. Það er bara hluti af deginum þínum. Það er hluti af vinnunni þinni, ekki satt? Það er eins og þú verðir mjög rútínaður varðandi það og byggir daginn þinn upp í kringum allt þetta. Það er svona líkamlega hliðin á því að undirbúa sig.“
Damon hefur ekki enn snúið aftur til gömlu matarvenjanna sinna.
„Ég er búinn. Ég er alveg glútenlaus. Ég fann glútenlausan bjór. Það er svo langt síðan ég hef drukkið glúten að ég get ekki sagt til um hvort það sé gott eða ekki.“

Í hasarmynd Nolans, sem fjallar um forngríska kvæði Hómers, Ódysseifskviðuna, eru auk Damon í aðalhlutverkum Zendaya, Tom Holland, Anne Hathaway, Robert Pattinson, Lupita Nyong’o og Charlize Theron. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum um allan heim 17. júlí 2026.
Hasarstjarnan vann áður með þjálfaranum Jason Walsh fyrir Jason Bourne árið 2016. Damon gerði 100 magaæfingar, 300 armbeygjur, 50 hnébeygjur og 50 hnébeygjustökk daglega.
„Hann elskar áskoranir,“ sagði Walsh við Men’s Health á þeim tíma. „Við komumst á þann stað að við vorum að gera 100 armbeygjur tvisvar eða þrisvar í viku. Við sáum hversu mörg sett það tekur að ná 100. Þegar þú hefur losnað við eitthvað af þessum aukakílóum verða armbeygjurnar miklu auðveldari. Hann var að gera um 30 armbeygjur í hverju setti. Mitt mesta áhyggjuefni var að hann myndi meiðast. Að halda honum meiðslalausum tvö ár í röð, að gera hasarmyndir, var stærsta afrekið.“