fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Pressan

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 07:00

Skjáskot af upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má Mahendra Patel ganga inn í verslunina daginn örlagaríka. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðið ár reyndist manni á sextugsaldri sem býr í Georgíu í Bandaríkjunum ótrúlega erfitt. Í verslunarferð greip hann í tveggja ára barn sem var við það að detta en móðir barnsins sakaði hann aftur á móti um tilraun til að ræna barninu. Maðurinn var handtekinn og sat í meira en mánuð í fangelsi en málinu var loks vísað frá þegar sannað þótti að hann væri að segja satt.

CNN fjallaði um málið en maðurinn heitir Mahendra Patel en gengur undir gælunafninu Mick.

Í mars síðastliðnum fór Patel í eina af verslunum verslunarrisans Walmart í Cobb-sýslu sem er skammt norðvestur af Atlanta, stærstu borg Georgíu. Hann var að leita að verkjalyfinu Tylenol og þá varð á vegi hans kona, á þrítugsaldri, að nafni Caroline Miller sem fór um verslunina á rafknúinni kerru. Tveggja ára sonur Miller sat í kjöltu hennar og eldra barn hennar við fótstig kerrunnar. Patel tók Miller tali, í von um að hún gæti hjálpað honum að finna lyfið, en tók skyndilega eftir því að drengurinn var við það að detta niður á gólf.

Patel greip þá í barnið að eigin sögn til að forða því frá falli niður á gólf og mögulegum meiðslum. Miller sagði hann hins vegar hafa togað drenginn til sín og streist á móti þegar hún hafi togað hann til baka.

Handtekinn

Patel sem starfaði lengst af sem verkfræðingur, en er farinn á eftirlaun, fór í kjölfarið og fann lyfið, greiddi fyrir það og yfirgaf verslunina. Hann hugleiddi ekki samskipti sín við Miller frekar fyrr en hann var handtekinn þremur dögum síðar vegna ásakana um tilraun til barnsráns og um að hafa framið líkamsárás.

Næstu 47 daga sat Patel í fangelsi. Hann var án blóðþrýstingslyfja sinna framan af og stóð lítið til boða að borða þar sem hann neytir ekki kjöts. Þurfti hann að lifa á hrísgrjónum, baunum og hnetusmjöri og missti þess vegna um átta kíló. Þar að auki var kona hans á ferðalagi vegna vinnu sinnar, uppkomnar dætur þeirra búa í öðrum landshluta og öldruð móðir hans talar ekki ensku og vissi því ekkert um hvað hefði gerst, því kom enginn lengi vel að heimsækja hann.

Patel hafði raunar áður setið í fangelsi en fyrir um áratug afplánaði hann sex mánaða dóm fyrir ólögmæt afskipti af opinberu útboði.

Vistin

Vistin í fangelsinu í þetta sinn var Patel mjög erfið en hann sat undir stöðugum hótunum annarra fanga og hugleiddi að biðja um að fá að vera aðskilinn frá þeim en vinur hans sem talaði reglulega við hann í síma ráðlagði honum að gera það ekki.

Um tveir mánuðir liðu þar til hann kom fyrir dóm en þá var sýnd upptaka úr öryggismyndavél verslunarinnar sem var í kjölfarið birt opinberlega. Hún var á köflum óskýr og það sást ekki vel þegar Patel tók í barnið þar sem bak hans sneri að myndavélinni og byrgði sýn en hreyfingar hans þóttu benda til að hann hefði lyft einhverju en aldrei sást hann toga í neitt eins og Miller fullyrti. Skömmu síðar sást barnið í fangi hennar og hún benda Patel á eitthvað og hann gekk þá í áttina að því. Hún hafði þá vísað honum á hvar í versluninni lyf voru þau virtust því skilja í góðu og hann kom raunar aftur til hennar til að sýna henni að hann fann lyfið. Á upptökunni sést greinilega að samskipti þeirra voru líka vinsamleg þá og aldrei nokkurn tímann æsti Miller sig eða sýndi nokkur viðbrögð í samræmi við þær fullyrðingar hennar síðar meir að Patel hefði reynt að taka barnið af henni.

Í kjölfarið var Patel loks látinn laus gegn tryggingu og tugir þúsunda skrifuðu undir undirskriftalista þar sem þess var krafist að málið yrði látið niður falla en það var ekki fyrr en í ágúst, fimm mánuðum eftir atvikið, að saksóknarar felldu ákærur á hendur Patel niður og var málinu í kjölfarið vísað frá dómi.

Patel veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef myndbandið hefði ekki birst og þannig sannað sakleysi hans. Á þessum fimm mánuðum varð hann fyrir margvíslegri áreitni vegna ásakananna í hans garð og hann hefur ekki að fullu endurheimt orðstír sinn og telur það sjálfur raunar ólíklegt að það náist. Hann hefur ákveðið að höfða mál á hendur yfirvöldum á svæðinu sem hafa hafnað því með öllu að greiða honum skaðabætur. Patel segir að þrátt fyrir að hafa lent í svona miklum ógöngum við að sýna hjálpsemi ætli hann sér ekki að hætta því enda sé það stór hluti af þeim gildum sem hann hafi verið alinn upp við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara