fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Pressan
Sunnudaginn 4. janúar 2026 15:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem stundaði að mestu leyti heilsusamlegt líferni, var duglegur að hreyfa sig var við góða heilsu þar til hann fékk heilablóðfall en það hefur verið rakið til neyslu mannsins á orkudrykkjum. Hann taldi neyslu þeirra hjálpa sér við að sinna líkamlega krefjandi starfi sínu. Læknar vísa til sögu mannsins sem eins skýrasta dæmisins um það hversu skaðleg áhrif orkudrykkir geti haft á heilsu fólks.

Fjallað er um sögu mannsins á heilsuvef CNN en hann er Breti á sextugsaldri. Hann var í góðu líkamlegu formi, drakk ekki áfengi, reykti ekki, neytti ekki eiturlyfja og var duglegur að hlaupa úti. Það þótti því sæta furðu þegar hann einn daginn fór að finna fyrir miklum dofa á vinstri hlið líkamans, átti erfitt með halda jafnvægi og ganga og fann fyrir erfiðleikum við að kyngja og tala. Niðurstaðan var að um heilablóðfall væri að ræða og auk einkennanna þótti það renna enn frekari stoðum undir greininguna að við komu á spítala mældist blóðþrýstingur mannsins afar hár eða 254/150, sem er einfaldlega lífshættulegt.

Læknar benda á að einkennin hafi fylgt á eftir háþrýstingnum en fram að heilablóðfallinu hafi maðurinn ekki sýnt nein ytri merki um þennan mikla blóðþrýsting og þess vegna sé háþrýstingur af þessu tagi svo varasamur. Hann sé smám saman, án þess að fólk viti af því framan af, að fara með mann í gröfina.

Orkudrykkir

Sunil Munshi læknir á spítala í Nottingham, þangað sem maðurinn leitaði, er höfundur fræðigreinar um tilfellið. Maðurinn starfar í vöruhúsi og fannst orkudrykkirnar hjálpa sér við að höndla hina líkamlega krefjandi vinnu.

Munshi segir að myndatökur hafi staðfest heilablóðfall nokkuð djúpt í heila mannsins og það skýri jafnvægistruflanirnar sem hann fann fyrir. Það hafi þurft að gefa honum fimm mismunandi lyf til að ná blóðþrýstingnum niður.

Maðurinn var síðan sendur heim og þá fór blóðþrýstingurinn aftur upp á við og var enn allt of hár. Illa gekk að ráða niðurlögum háþrýstingsins og maðurinn var í stöðugum rannsóknum næstu vikurnar þar til hann sagði Munshi frá neyslu sinni á orkudrykkjum.

Daglegt

Upp úr krafsinu kom að maðurinn neytti alls átta dósa  af orkudrykk daglega. Maðurinn drakk alltaf sömu tegundina en þess er ekki getið um hvaða tegund er að ræða. Magnið af koffíni í drykknum reyndist mjög mikið, 160 milligröm í hverri dós. Dæmi eru um þrefalt meira magn í öðrum tegundum af orkudrykkjum.

Til samanburðar eru um 30 milligröm af koffíni í einum tebolla og 90 milligröm í einum kaffibolla.

Í Bretlandi og Bandaríkjunum er viðmiðið að dagleg neysla á koffíni fari ekki yfir 400 milligröm á dag en umræddur maður neytti hins vegar um 1200-1300 milligramma á dag. Manninum var snarlega ráðlagt að hætta neyslu orkudrykkja og á nokkrum vikum varð blóðþrýstingurinn hjá honum aftur orðinn eðlilegur. Hann er í dag við nokkuð góða heilsu en glímir enn við afleiðingar heilablóðfallsins.

Um átta ár eru liðin frá heilablóðfallinu en maðurinn finnur enn fyrir dofa í vinstri hönd, fæti og tám. Segist hann hafa á engan hátt verið meðvitaður um þá mikla hættu sem stafaði af svo mikilli neyslu orkudrykkja.

Ekki bara koffín

Mushi bendir á það er ekki bara koffínið í orkudrykkjum sem stuðlar að hærri blóðþrýstingi heldur fleiri efni í þeim eins og t.d. tárín. Hann segir þessi tvö efni í sameiningu stuðla að enn hærri blóðþrýstingi en þau geri ein og sér. Orkudrykkir innihaldi líka mikið magn af glúkósa sem geti stuðlað að sykursýki, skemmdum á æðum og þar með hjartasjúkdómum.

Í orkudrykkjum er einnig oft að finna ginseng sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans, guarana sem inniheldur tvöfalt meira magn af koffíni en kaffibaun og í þeim er einnig að finna fleiri örvandi efni.

Orkudrykkir með öllum þessum efnum geta stuðlað að hjartsláttartruflunum, skemmdum á vefjum æða sem dæla blóði og stuðlað að samþjöppun blóðflaga sem, sérstaklega ef mikið magn af glúkósa spilar þar inn í, getur stuðlað að myndun blóðtappa.

Mushi minnir á að saga þessa manns sé ekki einstök og skaðsemi orkudrykkja sé þekkt innan læknisfræðinnar en læknar þurfi að vera meðvitaðri um það og spyrja sjúklinga hvort þeir neyti slíkra drykkja, sérstaklega þegar yngra fólk sé farið að leita læknis vegna hjarta- og æðasjúkdóma og heilablóðfalla. Hann segir orkudrykki orðna enn sterkari og þar með hættulegri. Reglur um þá þurfi þar af leiðandi nauðsynlega að herða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“