fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja

Pressan
Laugardaginn 3. janúar 2026 18:30

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Daily Beast greinir frá því að úkraínskur herforingi hafi heldur betur niðurlægt andstæðinga sína í Rússlandi er hann sviðsetti sitt eigið andlát til að sækja fé sem rússnesk stjórnvöld höfðu lagt til höfuðs honum. Að sögn Daily Beast var um að ræða rúmlega 64 milljónir.

Frá þessu greindu stjórnvöld Úkraínu í vikunni.

Um er að ræða öfgahægrimanninn Denis Kapustin sem stofnaði rússnesku sjálfboðaliðasveitirnar RVC sem berjast gegn samlöndum sínum fyrir hönd Úkraínu. Rússar greindu frá því nýlega að Kapustin hefði fallið í loftárás á borgina Zaporizhia þann 27. desember. Kapustin hafði þá lengi verið ofarlega á lista Rússa um eftirlýsta stríðsglæpamenn.

„Við munum hefna þín, Denis,“ skrifaði RVC á samfélagsmiðlinum Telegram og virtust þannig staðfesta að Kapustin væri fallinn. „Arfleifð þín mun lifa.“

Nú er þó komið í ljós að Kapustin er sprelllifandi. Stjórnvöld í Úkraínu ákváðu að sviðsetja dauða hans bæði til að koma fá tækifæri til að koma honum í skjól og til þess að heimta það fé sem hafði verið sett honum til höfuðs í Rússlandi.

Úkraínska leyniþjónustan HUR bauð Kapustin velkominn aftur til lífsins í myndbandi sem var birt á fimmtudaginn. Eins var Kapustin lofaður fyrir að hafa leikið á Rússa.

„Til hamingju með að vera aftur kominn til lífsins. Það er alltaf gleðiefni. Ég er líka glaður að peningarnir sem voru lagðir þér til höfuðs hafa verið notaðir til að hjálpa okkur í baráttunni. Ég óska okkur öllum og þér sérstaklega áframhaldandi velgengni.“

Leiðtogi HR, Kyrylo Budanov, segir að Kapustin sé sérstaklega í nöp við Rússlandsforseta. Þessi brella hafi verið á teikniborðinu mánuðum saman áður en hún kom til framkvæmdar.

Kapustin er hryðjuverkamaður í augum Rússa, en hann hefur lengi verið umdeildur bandamaður Úkraínu vegna tengsla hans við nokkra hópa sem teljast til öfgahægri eða nýnasisma. Evrópa er ekkert sérstaklega hrifin af honum og hefur honum verið meinað að ferðast til flestra ríkja Evrópusambandsins, þar með talið til Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar, frá árinu 2019 vegna öfgafullra skoðana hans.

RVC hafa þvertekið fyrir að vera hópur nýnasista. Hópurinn segist vera íhaldssamur og trúa á hefðbundin gildi. Þeir lýsa sér sem föðurlandsvinum sem vilja koma á nýrri stjórnskipan í Rússlandi þar sem Rússar geti lifað í friði við nágranna sína.

„Þú munt aldrei sjá mig veifa fána með hakakrossi og þú munt aldrei sjá mig lyfta hendinni til að framkvæma Hitler-kveðjuna. Hvers vegna mynduð þið kalla mig þetta?“ spurði Kapustin blaðamann Al Jazeera árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“