fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Pressan
Föstudaginn 2. janúar 2026 06:30

Suðurafrískur lögreglumaður að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur mánuðum hefur alls 41 ungur karlmaður látið lífið í Suður-Afríku vegna afleiðinga sérstakra athafna sem fela meðal annars í sér umskurð sem orðið hefur öllum þessum ungu mönnum að aldurtila.

Greint er frá þessu í fréttum ABC en um er að ræða hefðbundnar manndómsvígsluathafnir í helstu þjóðernishópunum sem flestir svartir íbúar Suður-Afríku tilheyra, svo sem Xhosa, Ndebele, Sotho og Venda.

Ungu mennirnir eru í aðdraganda athafnanna settir í sérstaka skóla þar sem þeim eru kennd hefðbundin gildi og um þá ábyrgð sem þeim er ætlað að bera sem fullorðnir karlmenn. Umskurðurinn er síðan hluti af þessu ferli og á hverju ári eru dauðsföll af þesssum völdum. Samkvæmt lögum eiga svona skólar að vera skráðir hjá ríkinu en alltaf spretta upp óskráðir skólar og það er helst í þeim sem dauðsföll verða vegna umskurðarins.

Í skráðum skólunum eru rukkuð skólagjöld sem ýtir undir að ólöglegum skólum sé komið á fót.

Ekkert vatn

Yfirleitt standa þessar manndómsvígslur yfir í nokkrar vikur á meðan sumarfrí eða vetrarfrí eru í almennum skólum í landinu. Sumarfrí stóð yfir nú í nóvember og desember síðastliðnum og stjórnvöld segja að alls hafi 41 nemandi í manndómsvígsluskólunum þá dáið vegna afleiðinga umskurðar. Ráðherra málefna er snúa að hefðbundum athöfnum í landinu segir vanrækslu óskráðra og skráðra skóla um að kenna en segir að foreldrar ungu mannanna beri einnig sína ábyrgð með því að hunsa öryggisreglur og ráðleggingar lækna.

Ráðherrann segir að ungu mönnunum sé ráðlagt að drekka ekki vatn til að sár þeirra grói hraðar, eftir umskurðinn, en það sé fjarstæðukennt og læknar mæli eindregið á móti því. Þegar foreldrar fari með syni sína í skóla þar sem svona vitleysa viðgangist og fylgist ekki með því að ungu mennirnir drekki eftir umskurðinn beri foreldrarnir sína ábyrgð ef illa fari.

Lágmarksaldur til að fá inngöngu í manndómsvígsluskóla er 16 ár en töluvert er um að foreldrar drengja sem eru yngri en það ljúgi til um aldur þeirra til að þeir fái inngöngu. Slíkir foreldrar eru á meðal fimmta tugs manna sem handteknir hafa verið vegna starfsemi ólöglegra manndómsvígsluskóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda