fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli

Pressan
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmdi raðmorðinginn Richard Cottingham hefur játað á sig morð á 18 ára hjúkrunarnema í New Jersey, mál sem hefur verið óupplýst í 50 ár þar til núna.

Cottingham, 79 ára, sem er þekktur sem „búkmorðinginn“ (e. Torso Killer) afplánar lífstíðardóm fyrir röð morða frá árinu 1967. Hann hefur nú játað að hafa myrt unglingsstúlkuna Alys Eberhardt í Fair Lawn þann 25. september 1965, sagði lögreglustjórinn í Fair Lawn, Joseph Dawicki, í Facebook-færslu á þriðjudag.

„Alys var ung og líflegur hjúkrunarnemi sem var tekin alltof snemma úr samfélagi okkar,“ skrifaði Dawicki. „Þó að við getum aldrei endurheimt hana, þá vona ég að fjölskylda hennar geti fundið frið í vitneskju um að sá sem ber ábyrgð hefur játað og geti ekki lengur skaðað neinn annan. Þetta mál er vitnisburður um hollustu lögreglumanna okkar og þá staðreynd að löggæslan gefst aldrei upp í leit að réttlæti,“ bætti lögreglustjórinn við.

Cottingham var giftur, átti þrjú börn og starfaði sem forritari hjá sjúkratryggingafélagi í New York þegar hann var handtekinn árið 1980.

Hann var handtekinn eftir að vinnukona á móteli í nágrenni Times Square heyrði konu öskra inni í herbergi sínu og hringdi í lögregluna, sem fann fórnarlambið á lífi en handjárnað, með hnífsár og bitför á brjóstunum.

Tvær aðrar konur höfðu ekki verið jafn heppnar, slökkviliðsmenn sem brugðust við eldi á Travel Inn Motor hótelinu við West 42nd Street í desember 1979 fundu lík þeirra og höfðu hendur og höfuð þeirra verið höggvin af.

Hræðilegir glæpir Cottingham ollu hryllingi meðal almennings og var farið yfir glæpi hans í Netflix þáttaröðinni Crime Scene: The Times Square Killer, sem kom út í desember 2021.

Cottingham var upphaflega sakfelldur fyrir sex morð á árunum 1977 til 1980 í New York og New Jersey og fékk gælunafnið „Torso Killer“ fyrir það athæfi að limlesta mörg fórnarlamba sinna.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Árið 2022 játaði hann sig sekan um fimm morð til viðbótar, að þessu sinni konur frá Long Island sem voru myrtar á árunum 1968 til 1973.

Alls hefur hann verið tengdur við að minnsta kosti 18 morð, en rannsóknarmenn telja að hann gæti hafa aflimað allt að 100 konur, Eberhardt er aðeins sú síðasta sem hann játar sök vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið