fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Pressan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 21:30

Marcie Reid. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcie Reid er 30 ára gömul bresk fegurðardrottning sem hefur unnið nokkrar keppnir og er meðal keppenda í ungfrú Stóra Bretland (e. Miss Great Britain) sem fram fer nú í haust. Hún hefur opnað sig um afar erfiða æsku sína. Hún segir föður hennar hafa beitt móður hennar alvarlegu ofbeldi sem þau fjölskyldan hafi ekki losnað undan fyrr en móðurbróðir hennar varð föðurnum að bana. Segjast Reid og systkini hennar vera frænda sínum þakklát fyrir þetta.

Þetta kemur fram í umfjöllun Mirror en atvikið átti sér stað þegar Reid var þriggja ára. Í dag býr hún í York á Norður-Englandi en á þessum tíma bjó fjölskyldan í bænum Groxley Green í Hertfordshire í suðausturhluta Englands.

Faðir hennar hét Graham Binks en kvöld eitt fóru hann og móðurbróðir Marcie út að drekka saman en þegar heim var komið brutust út átök. Á meðan þau stóðu yfir földu Marcie og systkini hennar þrjú sig.

Binks hafði margoft beitt Shirley, móður Marcie, miklu ofbeldi. Hann barði hana reglulega svo að stórsá á henni og í eitt skipti gekk hann svo langt að kjálkabrjóta hana.

Shirley hafði oftar en einu sinni reynt að fara frá Binks.

Ekki sú eina

Binks hafði einnig gengið í skrokk á bróður Shirley og föður hennar. Marcie segist ekki muna eftir föður sínum öðruvísi en að hann hafi verið öskrandi og hún hrædd við hann.

Það var í janúar 1998 sem að bróðir Shirley og Binks sneru heim eftir drykkju. Binks vakti Shirley með látum og beit hana. Í kjölfarið brutust út átök milli Binks og mágs hans. Marcie segir að faðir hennar hafi stungið frænda hennar með skrúfjárni sem hafi aftur á móti verið með stóran hníf í rassvasanun og tekið hann þá upp og stungið föður hennar þrisvar í brjóstið og magann.

Kallað var á sjúkrabíl en ekki tókst að bjarga föður Marcie. Hún segir að frændi hennar hafi komið inn í herbergi þar sem systkinin földu sig. Hann hafi kysst þau öll á ennið og sagt þeim að nú væru þau örugg. Honum þætti afar vænt um þau en þyrfti nú að fara burt í langan tíma.

Frændi Marcie var dæmdur í fangelsi fyrir manndráp en móðir hennar fékk í kjölfarið taugaáfall.

Í fóstur

Systkinin voru því send í fóstur. Fyrst voru þau saman en síðan voru tvö eldri sytkinin send í heimavistarskóla en Marcie sem er þriðja í aldursröðinni og  yngri systir hennar Kim bjuggu á alls 13 heimilum á næstu sex árum. Systurnar komust hins vegar á endanum til fósturforeldra sem voru þeim afar góð og gerðu þeim kleift að halda sambandi við móður sína.

Marcie segist hafa verið afar óttaslegin stóran hluta barnæskunnar og verið sérstaklega hrædd við karlmenn.

Eftir að Shirley þótti vera orðin nógu heilsuhraust fóru Marcie og Kim aftur í hennar umsjá en lífið var erfitt og fátæktin mikil.

Þegar henni þótti Marcie orðin nógu gömul leyfði móðir hennar henni að sjá lögregluskýrslur og önnur gögn um ofbeldi föður hennar en til að mynda leyfði hann konu sinni aldrei að fara út með öll börnin í einu svo það væri tryggt að hún kæmi aftur.

Þakkir

Marcie segir að faðir hennar hafi verið virtur í samfélaginu en fáir ef þá nokkrir utan fjölskyldunnar hafi vitað hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma. Hún segir frænda sinn hafa setið inni í þrjú ár. Það hafi einhver tími liðið þar til að þau systkinin hittu hann eftir að fangelsisvistinni lauk. Þá hafi eldri bróðir hennar einfaldlega tekið í höndina á frænda þeirra og þakkað honum fyrir. Það virðist ekki annað en að Marcie hafi tekið heilshugar undir það.

Marcie var brotin á sálinni eftir æskuna en segir að eftir hvatningu frá kærasta sínum hafi hún byrjað að taka þátt í fegurðarsamkeppnum þegar hún var komin á þrítugsaldur. Það hafi styrkt sjálfstraust hennar til muna en hún starfar fyrir góðgerðarsamtök sem vinna að málefnum barna sem verða fyrir misnotkun og ofbeldi. Hún segir að móðir hennar og stjúpfaðir sem ættleiddi öll börnin fjögur muni hvetja hana til sigurs í keppninni í haust en hún vilji með þátttöku sinni sýna öðrum sem hafa átt jafn erfiða æsku og hún að það sé hægt að blómstra og öðlast nýtt og betra líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur