fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Pressan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 10:30

Maxwell og Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag var Ghislaine Maxwell flutt úr fangelsi í Flórída í þægilegra fangelsi í Texas í, en Maxwell berst enn fyrir náðun frá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Maxwell, sem var samstarfskona Jeffrey Epsteins, afplánaði 20 ára dóm fyrir mansal í lágöryggisfangelsi í Tallahassee en er nú komin lágmarksöryggisfangelsið Bryan í suðausturhluta Texas, að því er The New York Sun greindi frá. 

Fórnarlömb Epsteins og fjölskyldur þeirra hafa gagnrýnd flutning Maxwell harðlega.

„Þetta er réttarkerfið sem bregst þolendum,“ sögðu systurnar Annie og Maria Farmer og fjölskyldumeðlimir Virginia Giuffre í yfirlýsingu.

„Ghislaine Maxwell er kynferðisofbeldismaður sem réðst líkamlega á ólögráða börn ítrekað og henni ætti aldrei að sýna neina mildi. Samt sem áður, án þess að þolendum hennar hafi verið tilkynnt um það, hefur ríkisstjórnin yfir nótt flutt Maxwell í lágmarksöryggisfangelsi í Texas.“

Maxwell mun hafa verið um tíma í alríkisfangelsi í Oakdale í Louisiana áður en hún var flutt í fangelsið í Texas. Á meðal samfanga hennar núna er Elizabeth Holmes, stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Theranos. Fangelsið hýsir aðallega hvítflibba glæpamenn og, ólíkt fangelsinu í Tallahassee, er það aðeins fyrir kvenkyns glæpamenn.

Getur keypt snyrti- og afþreyingarvörur

Maxwell getur nú keypt sér snyrtivörur og afþreyingarvörur frá fangelsismálayfirvöldum, þar á meðal förðunarvörur, hekl- og saumasett.

Hér má sjá lista af vörum sem Maxwell getur keypt

Segir flutninginn gríðarlega uppfærslu og líkir fangelsinu við Disneyland

Fangelsisráðgjafinn Justin Paperny sagði við Daily Mail að hann hefði aldrei séð neinn sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot afplána í lágmarksöryggisfangelsi. 

„Hún var í lágöryggisfangelsi, sem lítur út eins og fangelsi í sjónvarpi eða kvikmyndum þar sem þú ert girt inni í gaddavírsgirðingu, konur afplána venjulega 10 ár eða lengur, fyrir grófari ofbeldisglæpi, kynferðisbrot,“ sagði hann. „Búðir (e. camp) eru öðruvísi og þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi. Hún mun finna fyrir mikilli frelsistilfinningu. Það er mjög lágt hlutfall starfsmanna á móti föngum og búðir eins og Bryan, þar eru engar girðingar eða gaddavír. Þú getur bókstaflega gengið í burtu og enginn mun stoppa þig. Þetta er notalegur sveitaklúbbur og lítur út eins og skrifstofugarður fyrirtækja eða grunnskóli,“ bætti Paperny við.

Hann kallaði flutninginn frá Flórída til Texas „gríðarlega uppfærslu“ og gaf í skyn að flutningurinn væri í skiptum fyrir að veita viðtal við aðstoðardómsmálaráðherrann Todd Blanche.

„Eftir fund þeirra í síðustu viku hefur henni verið umbunað með flutningi í fangelsi sem er nær einhverri fjölskyldumeðlimum hennar í Dallas. Ég hef aldrei séð þetta áður,“ lagði hann áherslu á.

Í Bryan er fótboltavöllur, hlaupabraut, Maxwell er ákafur hlaupari og pickleball völlur.

Paperny sagði: „Hún gæti lært garðyrkju, foreldrahlutverk, fullorðinsfræðslu, hún gæti orðið kennari. Heimsóknartími er afslappaður og hún getur fengið gesti um helgar. Þetta er staður þar sem þú getur flakkað um allt svæðið og bara farið aftur í heimavistina til að sofa og í nafnakall, talningu á föngunum.“

Paperny nefnir einnig að nokkur sjónvarpsherbergi séu í Bryan og fangar geti notað tölvupóst. Tugir kvenna í fangelsinu eiga ólöglega farsíma og Maxwell verður líklega boðinn einn að sögn Paperny. En Maxwell mun einnig geta hringt 300 mínútur mánaðarlega í símum fangelsisins.

Lögmaður Maxwells neitaði að gefa upp ástæðuna fyrir flutningnum þegar The New York Times spurði hann út í hann.

Flutningur Maxwell var í höndum Alríkisfangelsismálastofnunarinnar, sem eróvenjulegt þar sem fangaflutningar eru venjulega í höndum bandarísku lögreglunnar.

Þolendur Epstein og fjölskyldur þeirra mótmæla

Farmer-systurnar, voru báðar misnotaðar af Epstein. Fjölskylda Giuffre, sem einnig var misnotuð af Epstein og tók líf sitt í apríl, undirritaði einnig harðorða yfirlýsingu vegna flutningsins.

„Það er með hryllingi og reiði sem við mótmælum þeirri forgangsmeðferð sem dæmdi kynlífssmyglarinn Ghislaine Maxwell hefur fengið,“ sögðu Sky og Amanda Roberts, og Lanette og Danny Wilson.

Lögmenn Maxwell þrýsta á náðun frá Trump

Flutningur Maxwell kemur í kjölfar þess að lögmenn hennar þrýsta á um náðun frá Trump, sem hefur ekki opinberlega útilokað hana. Lögmenn Maxwells sögðu að hún myndi vitna „opinskátt og heiðarlega“ fyrir þinginu í skiptum fyrir náðun eða friðhelgi. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar stefndi Maxwell fyrir dómi í síðustu viku og mun hún gefa skýrslu þann 11. ágúst.

Lögmaður hennar, David Oscar Markus, sagði hins vegar að hún myndi nýta sér rétt sinn til fimmta viðauka stjórnarskrárinnar og neita að vitna ef skilyrði hennar, þar á meðal friðhelgi, væru ekki uppfyllt. „Frú Maxwell getur ekki hætt á frekari afhjúpun í pólitískt hlöðnu umhverfi án formlegrar friðhelgi. Fangelsisumhverfi er heldur ekki til þess fallið að fá fram sannan vitnisburð,“ sagði Markus.

Á mánudag var Trump spurður um mögulega náðun Maxwell og svaraði: „Jæja, ég hef leyfi til að veita henni náðun, en enginn hefur nálgast mig með slíka beiðni.“

Í síðustu viku sat Maxwell í fleiri klukkutíma og svaraði spurningum embættismanna dómsmálaráðuneytisins um Jeffrey Epstein. Var Maxwell krafin svara um þekkingu hennar á glæpum Jeffrey Epsteins vegna ásakana um hylmingu. Lögmaður hennar sagði að Maxwell „hafi verið spurð um sirka 100 mismunandi einstaklinga.“

„Vararíkissaksóknari er að leita sannleikans,“ sagði Markus. „Hann spurði allra mögulegra spurninga og hann var að standa sig frábærlega.“

Í síðasta mánuði sagði dómsmálaráðuneytið að það myndi ekki birta fleiri skjöl tengd rannsókn Epsteins, þrátt fyrir loforð um annað frá ríkissaksóknaranum Pam Bondi.

Ráðuneytið sagði einnig að listi yfir viðskiptavini Epsteins væri ekki til, sem olli reiði MAGA-hreyfingarinnar sem bjóst við að Trump myndi birta allar upplýsingar um Epstein-málið.

Maxwell er eina manneskjan í fangelsi sem tengist mansali Epsteins. Árið 2023 kvartaði hún undan því að lifa í ótta í fangelsinu í Tallahassee eftir að hún gagnrýndi tvo ofbeldisfulla kúbverska fanga fyrir að reyna að kúga hana.

Hins vegar virtist ástandið batna síðar fyrir Maxwell, sem eyddi dögunum sínum í fangelsinu í Flórída við að kenna Pilates og siðareglur. Maxwell fékk einnig vinnu í fangelsisbókasafninu þar sem hún lagði fram hundruð kvartana um aðstæður í fangelsinu, þar á meðal skort á aðgangi sínum að hárlit.

Hún áfrýjar sakfellingu sinni, byggt á loforði stjórnvalda fyrir mörgum árum um að hugsanlegir samsærismenn Epstein yrðu ekki ákærðir, að sögn lögmanns hennar. Epstein gaf loforðið þegar hann gerði samkomulag við alríkissaksóknara árið 2008 um að mál hans yrði flutt fyrir dómstól í Flórída þar sem hann játaði sig sekan um að hafa tælt og útvegað ólögráða stúlkur til vændis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife