fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 19:30

Mark Zuckerberg Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærstu tæknifyrirtæki heims eyða nú meiri fjármunum en nokkru sinni til að tryggja persónulegt öryggi forstjóra sinna.

Í úttekt Financial Times kemur fram að þessi útgjaldaaukning stafi af vaxandi ótta um árásir á umrædda einstaklinga.

Ekkert tæknifyrirtæki eyðir meira en Meta, sem er móðurfélag Facebook og Instagram, en fyrirtækið eyddi 27 milljónum dollara, eða 3,3 milljörðum króna, árið 2024 til að vernda Mark Zuckerberg og fjölskyldu hans.

Til samanburðar eyddi Nvidia 3,3 milljónum dollara árið 2024 til að vernda forstjórann, Jensen Huang, og Amazon eyddi 1,1 milljón dollara í öryggismál fyrir forstjórann Andy Jassy. Til viðbótar eyddi Amazon 1,6 milljónum dollara í öryggismál fyrir Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins og fyrrverandi forstjóra.

Samanlagður kostnaður fyrirtækja á borð við Apple, Nvidia, Amazon, Alphabet, Microsoft og Palo Alto Networks var í fyrra um sjö milljónum dollara lægri en það sem Meta eyddi í að gæta Zuckerbergs á heimili hans og á ferðalögum.

Að baki aukinni eyðslu liggur vaxandi ótti að því er fram kemur í úttekt Financial Times. Haft er eftir talsmönnum öryggisfyrirtækja að þau fái sífellt fleiri beiðnir um áhættumat þar sem árásum á heimili stjórnenda fjölgar eða hótunum um árásir.

„Það er eins og fólk geri leiðtoga þessara fyrirtækja að táknmynd allrar meinsemdar í heiminum og geri þá ábyrga,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Í gær

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun