Í úttekt Financial Times kemur fram að þessi útgjaldaaukning stafi af vaxandi ótta um árásir á umrædda einstaklinga.
Ekkert tæknifyrirtæki eyðir meira en Meta, sem er móðurfélag Facebook og Instagram, en fyrirtækið eyddi 27 milljónum dollara, eða 3,3 milljörðum króna, árið 2024 til að vernda Mark Zuckerberg og fjölskyldu hans.
Til samanburðar eyddi Nvidia 3,3 milljónum dollara árið 2024 til að vernda forstjórann, Jensen Huang, og Amazon eyddi 1,1 milljón dollara í öryggismál fyrir forstjórann Andy Jassy. Til viðbótar eyddi Amazon 1,6 milljónum dollara í öryggismál fyrir Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins og fyrrverandi forstjóra.
Samanlagður kostnaður fyrirtækja á borð við Apple, Nvidia, Amazon, Alphabet, Microsoft og Palo Alto Networks var í fyrra um sjö milljónum dollara lægri en það sem Meta eyddi í að gæta Zuckerbergs á heimili hans og á ferðalögum.
Að baki aukinni eyðslu liggur vaxandi ótti að því er fram kemur í úttekt Financial Times. Haft er eftir talsmönnum öryggisfyrirtækja að þau fái sífellt fleiri beiðnir um áhættumat þar sem árásum á heimili stjórnenda fjölgar eða hótunum um árásir.
„Það er eins og fólk geri leiðtoga þessara fyrirtækja að táknmynd allrar meinsemdar í heiminum og geri þá ábyrga,” segir hann.