fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Slæmar fréttir fyrir börn sem eiga eða langar í snjallsíma

Pressan
Laugardaginn 26. júlí 2025 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að það geti verið skaðlegt fyrir andlega heilsu barna undir 13 ára aldri að nota snjallsíma og samfélagsmiðla.

Greint er frá þessu á heilsuvef CNN. Í rannsókninni fundust tengsl milli snjallsímanotkunar hjá börnum í þessum aldurshópi og sjálfsvígshugsana, verri stjórnar á tilfinningum, minna sjálfsálits og minni tengsla við veruleikann. Á þetta sérstaklega við um stúlkur.

Börn yngri en 13 ára sem notuðu snjallsíma fóru meira inn á samfélagsmiðla, urðu frekar fyrir svefntruflunum, neteinelti og notkunin bitnaði á samskiptum við fjölskyldumeðlimi.

Rannsóknin var yfirgripsmikil en hún byggði á gögnum frá þátttakendum sjálfum en um 2 milljónir einstaklinga í 163 löndum tóku þátt. Gögnin voru ekki sannreynd af rannsakendunum.

Það voru samtökin Sapien Labs sem stóðu fyrir rannsókninni en stofnandi þeirra, Tara Thiagarajan, leiddi rannsóknina en hún segir niðurstöðurnar svo sláandi að nauðsynlegt sé að takmarka notkun barna yngri en 13 ára á snjallsímum, á heimsvísu.

Aðrir vísindamenn hafa mælt með því að ganga lengra og sjá til þess að börn byrji ekki að nota samfélagsmiðla fyrr en þau ná 16 ára aldri þar sem rannsóknir sýni fram á að notkunin ýti meðal annars undir kvíða og minna sjálfstraust hjá börnum. Þótt slíkt væri erfitt í framkvæmd mæla vísindamennirnir með samhentu átaki foreldra til að auka líkurnar á að þetta takist.

Umfjöllun CNN í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Í gær

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér