fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Pressan

Hún fór í göngutúr og kom aldrei aftur heim — 27 árum síðar fékkst loksins játning

Pressan
Föstudaginn 25. júlí 2025 20:00

Robert Creter og Tamara Tignor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. nóvember 1997 fékk lögreglan í Bridgewater Township símtal um að lík konu hefði fundist á malarvegi. Kennsl voru borin á Tamara Tignor, 23 ára. Hafði hún verið beitt kynferðislegu ofbeldi og kyrkt. 

Málið var óupplýst í næstum þrjá áratugi. Með nýrri tækni var DNA sem fundist hafði á sínum tíma rannsakað og fannst líkleg samsvörun við Robert Creter. Yfirvöld komust síðar að því að Creter hafði flutt til Winnipeg í Kanada árið 2002, eftir að málið hafði verið óleyst, svokallað Cold Case, í nokkur ár. Ákæra var lögð fram gegn Creter vegna morð af ásetningi (e. Murder in the first degree) í mars 2023. Kanadísk yfirvöld handtóku hann að lokum í júní 2024 og framseldu hann til New Jersey í nóvember

Hann játaði sök með samningi um vægari ákæru um manndráp (e. first degree aggravated manslaughter) og var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. 

Rannsóknarlögreglumenn telja að Creter hafi tekið Tignor upp í bíl sinn, beitt hana kynferðisofbeldi og kyrkt hana. Hann hafi síðan losað sig við lík hennar í skóginum nálægt Washington Valley Park, þar sem hún fannst nokkrum klukkustundum síðar.

„Ef ég gæti tekið þennan dag til baka, þá myndi ég gera það, hæstvirtur dómari. Þetta var ekki skipulagt,“ sagði Creter við réttarhöldin.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá saksóknaraembætti Somerset-sýslu, sem gefin var út 20. maí, játaði Creter sök gegn vægari ákæru og játaði að hafa „kyrkt frú Tignor með berum höndum, sem olli dauða hennar.“

„Ég ætlaði aldrei að særa neinn,“ sagði Creter við dómarann. „Þetta var bara slæm staða sem fór úr böndunum og ég tók verstu ákvörðun lífs míns. Ef ég gæti tekið hana til baka, þá myndi ég gera það. Ég biðst afsökunar.“

Við dómsuppkvaðninguna sagðist dómarinn vona að Creter yrði synjað um reynslulausn þegar hann gæti sótt um hana eftir átta og hálft ár.

Móðir Tignor, Piper Bailey, sagði að Creter hefði verið laus lengur en dóttir hennar lifði. Tignor hefði orðið fimmtug daginn sem dómurinn var kveðinn upp.

„Í 27 ár var morðingi hennar laus á meðan við vorum öll í fangelsi,“ sagði Bailey. „Ég leitaði á svæðinu þar sem hún hvarf dag og nótt. Ég sef ekki án þess að fá martraðir yfir dauða hennar. Hann tók líf dóttur minnar. Hann kyrkti hana og hann ætti að vera lokaður inni að eilífu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfarþegi skammaði fjölskyldu sem tók sætið hans: „Mér er alveg sama um dóttur þína“

Flugfarþegi skammaði fjölskyldu sem tók sætið hans: „Mér er alveg sama um dóttur þína“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kastaði 7 ára syni sínum fram af kletti til að kenna honum mikilvæga lífsreglu

Kastaði 7 ára syni sínum fram af kletti til að kenna honum mikilvæga lífsreglu