fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Pressan

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Pressan
Föstudaginn 18. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í safni bréfa sem Ghislaine Maxwell tók saman í tilefni af fimmtugsafmæli Jeffreys Epstein árið 2003 á að hafa verið að finna bréf merkt nafni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) sem segist hafa fengið að sjá téð bréf. Það er þó ekki birt með fréttinni, en Trump hafði hótað miðlinum málsókn áður en fréttin var komin í loftið og þvertekur fyrir að vera höfundur téðs bréfs.

Bréfið mun innihalda nektarteikningu af konu þar sem nafnið „Donald“ var skrifað í stað skapahára. Í lok bréfsins stóð: „Til hamingju með afmælið – og megi hver dagur verða annað yndislegt leyndarmál.“

Sjá einnig: Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

WSJ bar bréfið undir forsetann fyrir birtingu fréttarinnar og hann sagðist þá aldrei hafa teiknað mynd á ævinni, hvað þá af nöktum konum. Eins tók hann fram að orðalagið í bréfinu væri ekki í hans stíl og hótaði málsókn. Hann hefur svo ítrekað þær hótanir í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum í dag.

Fjölmiðlar hafa svo rakið í dag að hvort sem bréfið sé raunverulegt eða ekki þá fari forsetinn ekki með rétt mál þegar hann segist aldrei hafa teiknað myndir. Hann hafi skrifað í bók sína Never Give Up árið 2008 að hann teikni gjarnan myndir af skýjakljúfum og kvitti svo undir með nafni sínu. Þessar myndir selji hann svo í fjáröflunarskyni. Sky-fréttastofan rekur að Trump hafi meðal annars selt teikningar sínar á uppboðum fyrir töluverðar fjárhæðir í gegnum tíðina.

Trump hefur undanfarið staðið í ströngu út af máli Epsteins sem svipti sig lífi í fangelsi árið 2019 eftir að hafa verið sakaður um mansal og kynferðisbrot gegn ólögráða börnum. Trump og embættismenn hans höfðu lengi lofað því að afhjúpa öll skjöl í tengslum við mál ákæruvaldsins gegn Epstein, þar með talið alræmdan lista yfir meinta kúnna kynferðisbrotamannsins, en sá listi var talinn vera fullur af nöfnum valdamikilla og þekktra einstaklinga. Dómsmálaráðuneytið tók svo U-beygju í málinu þegar tilkynnt var að enginn slíkur listi væri til og eins að samsæriskenningar um að Epstein hefði verið ráðinn af dögum ættu ekki við rök að styðjast.

Sjá einnig: MAGA-liðar froðufella eftir yfirlýsingu stjórnvalda um Epstein-skjölin – „ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA“

Fréttin sem lægði öldurnar

CNN greinir nú frá því að frétt WSJ hafi skorið Trump úr snörunni. Stuðningsmannahópur hans, sem hafði klofnað eftir minnisblað ráðuneytisins, sé nú að sameinast aftur í baráttunni gegn meintum falsfréttum svokallaðra meginstraumsfjölmiðla. Sumir andstæðingar Trumps velta því nú hreinlega fyrir sér hvort hann hafi sjálfur lagt blessun sína við frétt WSJ á bak við tjöldin til að lægja öldur meðal stuðningsmanna – en það mun samt vera samsæriskenning en samsæriskenningar eru víst móðins í dag.

Fyrrum ráðgjafi Trumps, Steve Bannon, sagði fyrir fáeinum dögum að endalok MAGA-hreyfingarinnar væru framundan ef Trump myndi ekki birta Epstein-skjölin. Í dag er komið annað hljóð í Bannon. Nú hafi eigandi WSJ, Robert Mordoch, sýnt sitt rétta andlit.

„Murdoch hefur sýnt hvað hann hatar Trump. Hann reyndi að gera út af við forsetann en mistókst og nú skýtur Trump til baka.“

Miðillinn Axios segir að það hafi nánast mátt heyra MAGA-hreyfinguna varpa öndinni léttar í dag. Trump brást ókvæða við fréttinni og fyrirskipaði ríkislögmanni sínum, Pam Bondi, að birta þau Epstein-skjöl sem væri við hæfi að birta.

„Við erum að verða vitni að sameiningartákni. Bandið er aftur komið saman,“ sagði MAGA-hlaðvarparinn Jack Posobiec við miðilinn.

„Hann verður fyrir viðstöðulausum árásum frá Wall Street Journal með svo óþörfum hætti að við stöndum 100 prósent við bak hans gegn þessum meiðyrðum og ófrægingu,“ sagði fjarhægri aðgerðarsinninn Charlie Kirk.  „Ekkert sameinar MAGA eins og falsfréttir“

Steve Bannon tók í sama streng en hann sagði Axio: „Þetta er það sem MAGA hefur beðið eftir – Trump gegn kerfinu.“

Sjá einnig: Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple