fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Drekkur þú nóg vatn? Þetta eru merki um vökvaskort

Pressan
Laugardaginn 14. júní 2025 16:30

Drekkur þú nóg vatn? Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drekkur þú nóg vatn? Það er oft hamrað á því að við verðum að gæta að því að drekka nóg vatn, að minnsta kosti tvo lítra á dag. En hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki nóg?

Vökvi er gríðarlega mikilvægur fyrir alla líkamsstarfsemi, ekki síst heilann. 85% af heilanum er vökvi og því er hann í forgangi þegar líkamann vantar vökva. En vökvaskortur líkamans hefur áhrif á heilann og dregur úr virkni hans. Til dæmis gætir þú fundið fyrir höfuðverk og svima þegar þú hefur ekki innbyrt nægan vökva.

Meltingarstarfsemin þarf á vökva að halda en vatn bætir til dæmis upptöku og meltingu trefja í þörmunum. Vökvaskortur veldur því að líkaminn safnar þeim vökva, sem er til ráðstöfunar, til að viðhalda mikilvægustu líkamsstarfseminni og þar er meltingin ekki á lista. Ef þarmarnir fá ekki nægan vökva getur það valdið hægðatregðu.

Liturinn á þvaginu þínu sýnir hvort þú glímir við vökvaskort. Ef svo er þá verður þvagið dekkra og það er góð vísbending um að þú eigir að drekka meira.

Húðin þornar ef líkaminn fær ekki nóg vatn. Það getur valdið ertingu, kláða og roða. Það er því gott ráð að gæta þess að drekka nóg.

Vatn styrkir vöðvana en þeir eru að mestu uppbyggðir af vatni, ekki af prótíni eins og margir halda. Það er því mikilvægt að drekka nóg til að halda þeim flottum og stinnum.

Vatnsskortur hefur áhrif á einbeitinguna, samhæfingu og viðbragðstíma. Ef þú þarft að vera upp á þitt besta verður þú að drekka nóg.

Vökvaskortur hefur áhrif á skapið og orkustigið. Smávegis vökvaskortur hefur greinileg áhrif á þessa þætti.

Ef líkaminn fær ekki nægt eldsneyti í formi vökva getur það haft áhrif á nætursvefninn og dregið úr gæðum hans. Á móti kemur að ef þú drekkur of mikið þá getur það kallað á óróleika í svefni og klósettferðir að næturlagi. Það er því best að reyna að drekka ekki mikið þegar líður að háttatíma.

Margir rugla þorsta saman við svengd og fá sér að borða þegar líkaminn er í raun að kalla eftir vatni. Áhrifin af þessu sjást að vonum oft á baðvoginni þegar við hættum okkur upp á hana.

Líkaminn losar mikinn vökva þegar þú svitnar og því þarftu að gæta að því að drekka nóg þegar þú svitnar, hvort sem það er vegna áreynslu eða hita.

Ef þú ælir eða ert með niðurgang missir þú vökva og það dregur úr þér mátt. Þá er gott að byrja á því að drekka nóg vatn þegar þú ferð að hressast til að koma jafnvægi á vatnsbúskapinn.

Allur vökvi reiknast með í vökvaforða líkamans en hann á þó auðveldast með að taka við hreinu vatni. Það er því góð hugmynd að lágmarka neyslu áfengra og sykraðra drykkja því þeir hafa neikvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Bjór, te og kaffi geta virkað vökvalosandi og það þarf að hafa í huga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?