fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 14:12

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður ætla að endurnefna annan flóa, en eins og kunnugt er ákvað innanríkisráðuneyti Trumps í janúar að hætta að nota nafnið Mexíkóflói og nota þess í stað nafnið Ameríkuflói.

Að þessu sinni er um að ræða Persaflóa sem liggur á milli Írans og Arabíuskaga en Trump er sagður ætla að tilkynna það í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu á næstunni að Bandaríkin hyggist nota nafnið Arabíuflói í staðinn. Tveir ónafngreindir bandarískir erindrekar fullyrða þetta í samtali við AP.

Þjóðirnar við Arabíuskaga nota nafnið Arabíuflói og hafa barist fyrir opinberri breytingu á nafninu, en á sama tíma vill Íran, áður Persía, áfram að nafnið Persaflói verði notað.

Í frétt AP er rifjað upp að yfirvöld í Íran hafi hótað málsókn gegn Google fyrir að breyta nafni flóans árið 2012. Og árið 2017 gagnrýndu yfirvöld í Íran Trump fyrir að nota nafnið Arabíuflói.

Trump er væntanlegur til Sádi-Arabíu í næstu viku en á ferðalaginu mun hann einnig heimsækja Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri