Að þessu sinni er um að ræða Persaflóa sem liggur á milli Írans og Arabíuskaga en Trump er sagður ætla að tilkynna það í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu á næstunni að Bandaríkin hyggist nota nafnið Arabíuflói í staðinn. Tveir ónafngreindir bandarískir erindrekar fullyrða þetta í samtali við AP.
Þjóðirnar við Arabíuskaga nota nafnið Arabíuflói og hafa barist fyrir opinberri breytingu á nafninu, en á sama tíma vill Íran, áður Persía, áfram að nafnið Persaflói verði notað.
Í frétt AP er rifjað upp að yfirvöld í Íran hafi hótað málsókn gegn Google fyrir að breyta nafni flóans árið 2012. Og árið 2017 gagnrýndu yfirvöld í Íran Trump fyrir að nota nafnið Arabíuflói.
Trump er væntanlegur til Sádi-Arabíu í næstu viku en á ferðalaginu mun hann einnig heimsækja Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.