Amentha Hunt, frænka Otis, segir í samtali við KCAL News að aðstandendur Otis – hún sjálf þar á meðal – hafi fengið ákveðið áfall þegar í ljós kom að rangur maður var í kistunni. Og til að bíta höfuðið af skömminni vildu forsvarsmenn útfararheimilisins fá „sönnun“ fyrir því að þetta væri ekki Otis sem þarna lægi.
Allt þetta hefur nú orðið til þess að Amentha og aðrir aðstandendur Otis hafa höfðað skaðabótamál á hendur útfararheimilinu, Harrison Ross Mortuary, í Los Angeles.
„Þetta hefði aldrei átt að gerast. Þarna lá maður í jakkafötum frænda míns, en þetta var ekki frændi minn, þetta var ekki hann.“ segir hún við KCAL News. Hún segist hafa talað við þá sem sáu um útförina en fengið þau svör að þetta væri „víst frændi hennar“.
Endaði það þannig að Amentha dró fram ljósmynd af Otis og viðurkenndi starfsmaðurinn þá loksins að mistök hefðu verið gerð. Þrír klukkutímar liðu svo þar til búið var að ná í lík Otis og hægt var að fylgja honum til hinstu hvílu.
„Þetta er sárt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, að horfa á rangan mann í kistunni. Ég sé þennan mann enn fyrir mér,“ segir hún.