fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 18:30

Whataburger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur bandarísku skyndibitakeðjunnar Whataburger hefur farið fram á að fá allt að eina milljón Bandaríkjadala, 130 milljónir króna, í bætur frá keðjunni.

Ástæðan er sú að laukur var á borgaranum sem hann pantaði en viðskiptavinurinn, Demery Ardell Wilson, segist hafa tekið skýrt fram að hann vildi ekki fá lauk þar sem hann er með ofnæmi fyrir honum.

Atvikið átti sér stað í júlí 2024 og segist Demery hafa veikst hastarlega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í þessu og segir í frétt USA Today að hann sé með annað sambærilegt mál í gangi gegn veitingakeðjunnii Sonic Drive-Inn.

Báðar keðjurnar hafa hafnað bótaskyldu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir

Ótrúleg aðgerð Trump – Vill að innflytjendur geri þetta sjálfir