Ástæðan er sú að laukur var á borgaranum sem hann pantaði en viðskiptavinurinn, Demery Ardell Wilson, segist hafa tekið skýrt fram að hann vildi ekki fá lauk þar sem hann er með ofnæmi fyrir honum.
Atvikið átti sér stað í júlí 2024 og segist Demery hafa veikst hastarlega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í þessu og segir í frétt USA Today að hann sé með annað sambærilegt mál í gangi gegn veitingakeðjunnii Sonic Drive-Inn.
Báðar keðjurnar hafa hafnað bótaskyldu í málinu.