fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Pressan

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. október árið 1973 gekk hinn 23 ára gamli Douglas Brick út af heimavistinni við Utah-háskóla í Bandaríkjunum og sást aldrei aftur. Síðan þá eru liðin rúm 50 ár og hafa aðstandendur hans lengi velt vöngum yfir því hvað varð um þennan unga og um margt efnilega dreng.

Nú telur lögregla sig að einhverju leyti hafa svarað þessari spurningu því DNA-rannsókn á líkamsleifum sem fundust í fjalllendi skammt frá heimavistinni hefur leitt í ljós að þær eru af Douglas.

David Brich, bróðir Douglas, sagði í viðtali við ABC4 að hann hafi sjálfur verið staddur í Evrópu þegar hann fékk fréttir af hvarfi bróður síns.

„Það var margt í gangi á þessum tíma hjá honum. Hann átti kærustu en svo hættu þau saman. Við vitum samt ekki nákvæmlega hvað varð til þess að hann fór og lét sig hverfa,“ sagði hann.

Í frétt USA Today kemur fram að hvarf Douglas hafi lengi verið viðfangsefni áhugamanna um gömul og óupplýst mannshvörf. Ýmsum kenningum hafi verið varpað fram um hvarf hans, til dæmis að hann hafi látið sig hverfa til að hefja nýtt líf á nýjum stað – jafnvel í nýju landi.

Það var árið 2022 að University of Utah, hvar Douglas stundaði nám, fékk Heather Sturzenegger, sérfræðing í glæpatölfræði, til að taka að sér að opna rannsókn málsins að nýju.

DNA-sýni var tekið úr systur Douglas og var það svo borið saman við brot úr höfuðkúpu sem fannst um 10 kílómetra frá heimavist skólans í október síðastliðnum. Það var svo núna í apríl sem niðurstöðurnar komu og leiddu þær í ljós að um Douglas var að ræða.

Aðstandendur Douglas segjast aldrei hafa gefið upp vonina um að svör myndu fást. Þó að það sé erfitt að sætta sig við að hann hafi líklega dáið stuttu eftir að hann hvarf kveðst fjölskyldan vera þakklát fyrir að svör séu nú loksins komin. Lögregla er enn með málið til rannsóknar og miðar hún meðal annars að finna út dánarorsök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur er hægt að borða í nánast ótakmörkuðu magni án þess að fá samviskubit

Þessar matvörur er hægt að borða í nánast ótakmörkuðu magni án þess að fá samviskubit
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans