fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Segir fólk ekki eiga að hlusta á hann til að fá læknisfræðilega ráðgjöf

Pressan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 19:30

Robert F. Kennedy Jr. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Kennedy Jr. heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna hefur verið umdeildur m.a. fyrir að lýsa yfir efasemdum um gagnsemi bólusetninga og um margt annað sem viðkemur nútíma þekkingu í læknisfræði. Auknar efasemdir vestanhafs um bólusetningar hafa meðal annars orðið til þess að mislingar eru farnir að gera vart við sig í auknum mæli. Ráðherrann forðaðist að svara beint spurningum, á fundi þingnefndar fyrr í dag, um bólusetningar en sagði þó við þingmenn að hann teldi að fólk ætti ekki að horfa til hans í leit að ráðgjöf um læknisfræðileg viðfangsefni.

Kennedy svaraði spurningu þingmanns um hvort hann myndi láta bólusetja börn sín í dag væru þau tiltölulega nýfædd ekki beint í fyrstu en viðhafði þess í stað ummælin um að hann væri ekki rétti maðurinn til að leita til í leit að læknisfræðilegum ráðum.

Í umfjöllun NBC um þessi ummæli kemur fram að í Texas og víðar í Bandaríkjunum hafi nú þegar tvö börn og einn fullorðinn einstaklingur dáið úr mislingum en hin látnu voru ekki bólusett gegn sjúkdómnum. Í stað bóluefna hafði Kennedy mælt með notkun steralyfs, sýklalyfs og lýsis til að berjast gegn mislingunum en engar sönnur hafa verið færðar á gagnsemi umræddra lyfja og lýsis gegn sjúkdómnum.

Skipti ekki máli

Lýsi er ríkt A-vítamíni sem getur í of stórum skömmtum valdið uppköstum og lifrarskemmmdum, sérstaklega í litlum börnum,

Tjáði hann loks þingmönnum að hann myndi líklega láta bólusetja börn sín í dag gegn mislingum en skoðanir hans á bóluefnum skipti ekki máli.

Aðspurður um hvort hann myndi láta bólusetja þau gegn hlaupabólu og lömunarveiki neitaði hann að svara og sagðist ekki vilja veita ráð um slíkt.

Kennedy á 6 börn sem eru öll bólusett en hann segist sjá eftir því að það hafi verið gert.

Rosa Delauro þingmaður Demókrata gagnrýndi Kennedy á fundinum og sagði að það væri skelfilegt að sjálfur heilbrigðisráðherra landsins hvetti til þess að foreldrar létu ekki bólusetja börn sín.

Kennedy gerði lítið úr mislingafaraldrinum í Bandaríkjunum og sagði tíðni smita mun hærri í nágrannalöndunum Mexíkó og Kanada.

Það sem af er þessu ári hafa yfir 1.000 mislingatilfelli verið tilkynnt í Bandaríkjunum sem er það mesta á þessari öld fyrir utan árið 2019. Talið er líklegt að fjöldinn sé töluvert meiri þar sem í mörgum tilfellum er ekki tilkynnt um smitin.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega