fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 20:30

Mæðgurnar Marshall og Snow.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar árið 2023 var tilkynnt að Oaklee Snow eins árs væri saknað, mánuði síðar fannst hún látin í kommóðu á yfirgefnu heimili í Morgan County í Indiana.

Móðir hennar, Madison Marshall, játaði sig seka 1. maí síðastliðinn fyrir nokkra ákæruliði tengda andláti dótturinnar, meðal annars vanrækslu. Marshall mun bera vitni gegn fyrrverandi kærasta sínum Roan Waters, sem hún segir að hafi myrt dóttur hennar.

Marshall játaði sök vegna ákæru um vanrækslu sem leiddi til dauða og vegna ákæru um vanrækslu á skyldmenni. Hún gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi fyrir fyrri ákæruna og tvö ár fyrir þá síðari. Búist er við að saksóknari felli aðra ákæruna niður.

Marshall gerði samkomulag við ríkissaksóknara um að vitni gegn meðákærða, fyrrverandi kærasta hennar Roan Waters. Waters kemur fyrir rétt í júní vegna ákæru um morð, vanrækslu á skyldmenni sem leiddi til dauða, vanrækslu á skyldmenni og barsmíðar.

Marshall fullyrti áður við yfirvöld að Waters hafi myrt dóttur sína í febrúar 2023 og falið lík hennar í kommóðuskúffu á yfirgefnu heimili þeirra. Marshall hafði einnig viðurkennt fyrir rannsakendum að Waters hefði reglulega beitt barnið ofbeldi.

Oaklee Snow

Síðast sást til barnsins þann 9. febrúar 2023 þegar móðir hennar bara hana hreyfingarlausa úr því sem vitni lýstu sem „krakkhúsi“ í Indianapolis.

„Vitni lýstu því að hún væri annað hvort sofandi eða meðvitundarlaus. Hún hreyfði sig ekki,“ sagði J.T. Palmer hjá sýslumanninum á þeim tíma. „Hún var vafin inn í teppi og móðirin sagði: „Ég verð að koma henni á spítalann. Hún er meidd.“

Palmer segir að barnið hafi aldrei skilað sér á sjúkrahús þann dag eða nótt.

Roan Waters

Þann 19. janúar 2023, yfirgaf Marshall heimili sitt í Cromwell, Oklahoma, með Oaklee og sjö mánaða gamlan son sinn Coleton, ásamt fyrrverandi kærasta sínum, hinum 25 ára Roan Waters.

Faðir Oaklee tilkynnti að barna hans væri saknað eftir að hann sagði yfirvöldum að „Marshall og Waters hafi tekið börn hans frá heimili hans og væru að líkindum á leið til Indianapolis,“ sögðu saksóknarar.

Coleton fannst í sófanum í húsinu í Indianapolis, þar sem hann hafði verið skilið eftir. Hann var heill á húfi og býr í dag hjá föður sínum.

Saksóknaraskrifstofa Marion-sýslu tilkynnti í mars 2023 að margar ákærur hefðu verið lagðar fram á hendur Marshall og Waters í tengslum við dauða Oaklee.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök