fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Tanzi, 48 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 25 árum eftir að hann myrti hina 49 ára Janet Acosta.

Janet var starfsmaður bandaríska dagblaðsins Miami Herald og var hún að snæða hádegisverð í bíl sínum þegar Michael kom aðvífandi og spurði hana hvort hún ætti sígarettu. Augnabliki síðar réðst hann á hana með ofbeldi áður en hann batt hana og ók svo á brott með hana.

Við tók fjögurra klukkustunda martröð þar sem Michael nauðgaði Janet áður en hann myrti hana. Lögregla hafði hendur í hári Michaels og var það hann sem benti lögreglu á hvar hann hafði falið líkið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði hann á sig annað morð árið áður en ekki var réttað yfir honum vegna þess.

Michael gafst kostur á að tjá sig áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í æðar hans og notaði hann tímann til að biðja aðstandendur Janet afsökunar á gjörðum sínum.

Lögmenn hans höfðu farið fram á að aftökunni yrði frestað eða henni aflýst í ljósi þess að Michel glímdi við mikla ofþyngd. Þeirri beiðni var hafnað og í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að aftakan hafi gengið snurðulaust fyrir sig og var hann úrskurðaður látinn klukkan 18:12 að bandarískum tíma í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum