fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Tanzi, 48 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 25 árum eftir að hann myrti hina 49 ára Janet Acosta.

Janet var starfsmaður bandaríska dagblaðsins Miami Herald og var hún að snæða hádegisverð í bíl sínum þegar Michael kom aðvífandi og spurði hana hvort hún ætti sígarettu. Augnabliki síðar réðst hann á hana með ofbeldi áður en hann batt hana og ók svo á brott með hana.

Við tók fjögurra klukkustunda martröð þar sem Michael nauðgaði Janet áður en hann myrti hana. Lögregla hafði hendur í hári Michaels og var það hann sem benti lögreglu á hvar hann hafði falið líkið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði hann á sig annað morð árið áður en ekki var réttað yfir honum vegna þess.

Michael gafst kostur á að tjá sig áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í æðar hans og notaði hann tímann til að biðja aðstandendur Janet afsökunar á gjörðum sínum.

Lögmenn hans höfðu farið fram á að aftökunni yrði frestað eða henni aflýst í ljósi þess að Michel glímdi við mikla ofþyngd. Þeirri beiðni var hafnað og í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að aftakan hafi gengið snurðulaust fyrir sig og var hann úrskurðaður látinn klukkan 18:12 að bandarískum tíma í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur