fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Pressan
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 06:30

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen íhugar nú að framleiða Audi-bíla í Bandaríkjunum til að komast hjá því að lenda í tollum Donald Trump á innflutta bíla.

Oliver Blume, forstjóri fyrirtækisins, sagði þetta í samtali við Allgemeine Zeitung og sagði að uppbyggilegar viðræður standi nú yfir við bandarísk stjórnvöld.

Hann sagði að fyrirtækið sé með framtíðaráætlanir varðandi spennandi verkefni sem séu sér sniðin fyrir bandaríska markaðinn og um leið aðlaðandi fyrir hann.

Trump hefur tilkynnt um 25% toll á alla innflutta bíla og það kemur illa við Volkswagen því Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir fyrirtækið.

Volkswagen framleiðir tíu bílategundir og seldi eina milljóna bíla í Norður-Ameríku á síðasta ári en það svarar til 12% af heildarsölu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum