fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hann var vingjarnlegi nágranninn í áratugi – Ákærður fyrir að stinga konu 17 sinnum

Pressan
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flórída handtóku nýlega 72 ára gamall mann grunaðan um 34 ára gamla morð á einstæðri móður sem var stungin hrottalega og skilin eftir til að deyja í vegkanti.

Gene Stuller hefur nú verið ákærður fyrir annars stigs morð og ósæmilega meðferð á líki vegna morðsins á hinni 27 ára gömlu Juliu Wilbanks árið 1991. Lögreglustjórinn Douglas Goerke sagði á blaðamannafundi að framfarir í DNA tækni, í þessu tilfelli erfðafræðileg ættfræði, gerðu lögreglu kleift að samsvara DNA sem fannst á líkama Wilbanks við Stuller.

Wilbanks lést eftir að hafa verið „stungin hrottalega um það bil 17 sinnum, þar á meðal voru banvæn sár á hjarta hennar,“ sagði Goerke.

Hún hafði verið látin í vegkanti í meira en 24 klukkustundir áður en hópur ökumanna tók eftir líki hennar og tilkynnti síðan lögreglumanni sem átti leið hjá.

Fréttin af handtöku Stuller hneykslaði fjölda nágranna hans í Apopka, borg sem er um það bil 50 km norðvestur af Orlando.

„Ágætur náungi… ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði sagði einn þeirra, sem lýsti Stuller sem frábærum og glöðum manni. „Mér líkar við gaurinn, hann hefur alltaf verið góður strákur… ég á eftir að sakna hans.“

Goerke sagði að málið hefði verið endurupptekið árið 2012, en það var ekki fyrr en fyrr á þessu ári sem lögreglan fann mögulega samsvörun við DNA sem fannst á líki Wilbanks.

Lögreglumenn sinntu síðan eftirliti með Stuller og gátu náð í drykkjarrör sem hann notaði, sem gaf þeim nægt DNA til að gera samsvörun.

Stuller á að mæta í fyrsta sinn fyrir dómstóla í þessari viku. 

„Lögregludeild St. Cloud er staðráðin í að leita réttlætis fyrir fröken Wilbanks og fjölskyldu hennar, sem og önnur óleyst mál,“ sagði Goerke „Þegar vísindin verða háþróuð gefa þau okkur tækifæri til að leysa mál sem ekki var hægt að leysa í fortíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum