fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Pressan
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 09:03

Menendez-bræðurnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terry Baralt, 85 ára gömul frænka bræðranna Lyle og Erik Menendez, var flutt á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir að hún sá grafíska ljósmynd í réttarsal síðastliðinn föstudag.

Eins og kunnugt er afplána bræðurnir lífstíðardóm fyrir morð á foreldrum sínum, José og Mary Louise Menendez, árið 1989. Um málið voru gerðir leiknir sjónvarpsþættir sem vöktu mikla athygli, Netflix-serían Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story sem frumsýnd var á síðasta ári.

Bræðurnir hafa að undanförnu barist fyrir því að fá frelsi og var Terry, sem er föðursystir þeirra, mætt í réttarsalinn á föstudag til að sýna þeim stuðning.

Í réttarsalnum drógu saksóknarar upp grafíska ljósmynd sem tekin var á vettvangi skömmu eftir morðin. Var myndin af bróður Terry og föður þeirra bræðra, en hann var skotinn í höfuðið með haglabyssu.

Aðstandendur fjölskyldunnar eru afar óhressir með saksóknara málsins, samkvæmt frétt Fox News, og benda á að engin viðvörun hafi verið gefin áður en myndinni var varpað fram. Vilja lögmenn fjölskyldunnra meina að saksóknarar hafi brotið gegn lögum sem snúa að réttindum fórnarlamba glæpa, lögum sem kallast Marsy’s Law.

Óvíst er hvort bræðrunum verði veitt frelsi eða dómi þeirra breytt, en samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla komust þeir skrefi nær því í réttarhöldunum á föstudag.

Í frétt sem Fox News birti um málið í gær kom fram að Terry væri á gjörgæsludeild, en hún glímir við ristilkrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum