fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barþjónar segja að einn tiltekinn kokteill hringi ákveðnum viðvörunarbjöllum þegar fólk pantar sér hann. Hér er um að ræða drykk sem gengur undir nafninu Long Island Iced Tea.

Þessi drykkur samanstendur af fimm sterkum áfengistegundum; vodka, tekíla, ljósu rommi, triple sec og gini. Í lokin er svo sletta af kóla-drykk, Coca Cola eða Pepsi yfirleitt, sett út í ásamt sítrónusafa.

Í samtali við Thrillist segir Morgan Robison, yfirbjarþjónn á veitingastaðnum Wenwen, að þeir sem panta sér drykkinn séu oftar en ekki í leit að því að verða drukknir á mjög skömmum tíma.

„Að stærstum hluta er þessi drykkur fyrir þá sem hugsa með sér: „Þetta er skilvirkasta leiðin til að komast þangað sem ég ætla mér,“ segir Morgan.

Undir þetta tekur Marisol Delarosa, yfirbarþjónn á Brass Monkey í New York. Hún segir að fæstir panti sér drykkinn vegna þess hversu vel hann bragðast. „Viðkomandi vill verða drukkinn á skömmum tíma og mun eflaust verða mjög hávær,“ segir hún.

Skemmtanastjórinn Daniel Meursing segist deila þessum áhyggjum og segist hann í hálfkæringi líta til næsta dyravarðar þegar einhver pantar sér drykkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa